Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2022 14:14 Antonov 225, stærsta flugvél heims, á akstursbraut Leipzig-flugvallar í nóvember 2016, skömmu áður en henni var flogið til Íslands. Mynd/LeipzigHalle-flugvöllur. Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli: Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli:
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26