Viltu vinna milljón? Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. febrúar 2022 15:01 Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun