Kærkomið frelsi Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:02 Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun