Einföldun verkferla innan borgarkerfisins Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2022 13:00 ...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar