Ekki í forgangi að fækka sjálfsvígum Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 22. febrúar 2022 21:31 Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun