Vandi sem varðar líf og dauða Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 21:00 Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar