Sögufölsun skuggastjórnenda verkalýðshreyfingarinnar Vilhjálmur Birgisson skrifar 11. febrúar 2022 11:30 Það var nú undarleg sögufölsun sem kom fram í pistli frá Gunnari Karli starfsmanni stéttarfélags Bárunnar á Selfossi á Vísi í gær þar sem hann fjallaði að stærstum hluta um formannskosningarnar í Eflingu. En í þessum pistli er því haldið ranglega fram að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað verkafólki meiri ávinningi en lífskjarasamningurinn sem undirritaður var 2019. Það er grátbroslegt að sjá skuggastjórnendur verkalýðshreyfingarinnar sem félagi Ragnar Þór talaði um í pistli sínum í gær væla eins og stungnir grísir yfir því að nokkuð vel hafi tekist til við gerð lífskjarasamningsins sem leiddur var undir forystu Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness. Svona sögufölsun eins og sést hjá Gunnari Karli er til þess eins að reyna að telja launafólki trú um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Öll svona afbökun á sannleikanum er til þess fallin að reyna að hafa áhrif á formannskosningar í Eflingu. Það er ekki bara að lífskjarasamningurinn hafi skilað umtalsvert fleiri krónum í launaumslag verkafólks heldur fylgdi með aðgerðapakki frá stjórnvöldum sem var kostnaðarmetinn af stjórnvöldum upp á 80 milljarða til að styðja við lífskjarasamninginn. Okkur tókst í lífskjarasamningum að til dæmis lækka skattbyrði lágtekjufólks með samkomulagi við stjórnvöld og skilaði sú skattalækkun ein og sér tæplega 12.000 krónum til lágtekjufólks. Þetta er hægt að sjá með nákvæmum hætti á reiknivél um staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra. Samhliða lífskjarasamningum funduðum við líka með Seðlabankanum þar sem lögð var ofuráhersla á að skapa forsendur fyrir Seðlabankann til að lækka stýrivexti bankans, og það tókst. Það var meira að segja skrifað í forsendur lífskjarasamningsins að ef stýrivextir Seðlabankans myndu ekki lækka um 2% yrði lífskjarasamningurinn uppsegjanlegur. En skoðum þessa ótrúlega röngu staðhæfingu um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Algengasti launaflokkur verkafólks er lfl. 7 en hann hækkaði úr 211.211 kr. árið 2014 í 272.261 kr. á samningstímanum eða sem nemur 61.050 kr. nánar tiltekið 29%. Þessi sami launaflokkur nr. 7 hækkaði hinsvegar í lífskjarasamningum úr 272.261. í 362.261 kr. og stendur í þeirri upphæð í dag. Semsagt hækkaði um 90.000 kr. á samningstímanum eða sem nemur 33%. Þessu til viðbótar liggur fyrir að við sömdum líka um svokallaðan hagvaxtarauka og mun hagvaxtaraukinn sem samið var um í lífskjarasamningnum virkjast á þessu ári. Afar líklegt er að hann muni skila launafólki 13.000 kr. sem koma þá til hækkunar 1. maí á þessu ári. Ef það raungerist sem afar miklar líkur eru á miðað við stöðuna eins og hún er í dag þá hafa launataxtar verkafólks hækkað um 103.000 kr. Að halda því fram að samningurinn 2015 hafi skilað verkafólki meiru er ótrúlegt þegar liggur fyrir að launataxtar hækkuðu um 61.050 kr. á samningstímanum 2015 en að öllum líkindum 103.000 í lífskjarasamningnum. Þetta þýðir að lífskjarasamningurinn skilar 38% launahækkun en samningurinn 2015 29%. Því til viðbótar er 80 milljarða aðgerðapakki sem fylgdi með lífskjarasamningnum þar sem skattalækkun upp á 12.000 kr. er m.a. hluti af. Vaxtalækkun En aðalkjarabótin fyrir verkafólk og íslensk heimili liggur í lækkun vaxta eins og var eitt af stóru markmiðum lífskjarasamningsins og það tókst en fyrir lífskjarasamninginn voru stýrivextir 4,25% og fóru lægst niður í 0,75% þótt vissulega hafi þeir hækkað að nýju og standi núna í 2,75% En skoðum vextina sem heimilunum var boðið upp á árið 2015 en óverðtryggðir vextir voru þá 7,25% en eru í dag 4,20%. Verðtryggðir vextir voru 3,65% en eru í dag 1,9%. Þessi vaxtamunur á 35 milljóna húsnæðisláni þýðir að greiðslubyrði hefur lækkað miðað við vextina 2015 um 90.000 á mánuði eða 1,1 milljón á ársgrundvelli. Af verðtryggðu láni að sömu fjárhæð er lækkun á greiðslubyrði 50.000 kr. á mánuði eða 600.000 á ársgrundvelli. Það er sorglegt þegar aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar vilja ekki viðurkenna að lífskjarasamningurinn undir forystu Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR hafi ekki skilað afar góðum árangri þótt alltaf megi gera betur enda lýkur kjarabaráttu launafólks aldrei. Það er rétt hjá félaga Ragnari Þór að hatrið og níðið í garð þeirra sem hafa gagnrýnt stefnur og markmið ASÍ á liðnum árum og áratugum er grímulaust. Allir sem þekkja til innan verkalýðshreyfingarinnar vita hvernig fulltrúalýðræðið virkar inni á þingum ASÍ og innan landssambanda ASÍ. Því má klárlega segja að það sé ekkert verið að kjósa eingöngu um forystu í Eflingu heldur hefur sú kosning áhrif á fulltrúalýðræðið inni á þingum ASÍ og SGS. Það má segja að kosningar í Eflingu, sem er næststærsta stéttarfélag landsins, muni hafa áhrif á stefnu og markmið verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni og nú sé kannski að renna upp sá dagur að loksins verði lokauppgjör innan verkalýðshreyfingarinnar. En rétt skal vera rétt og ég vísa svona sögufölsun á bug sérstaklega þegar verið er að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Eflingu með slíku bulli! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það var nú undarleg sögufölsun sem kom fram í pistli frá Gunnari Karli starfsmanni stéttarfélags Bárunnar á Selfossi á Vísi í gær þar sem hann fjallaði að stærstum hluta um formannskosningarnar í Eflingu. En í þessum pistli er því haldið ranglega fram að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað verkafólki meiri ávinningi en lífskjarasamningurinn sem undirritaður var 2019. Það er grátbroslegt að sjá skuggastjórnendur verkalýðshreyfingarinnar sem félagi Ragnar Þór talaði um í pistli sínum í gær væla eins og stungnir grísir yfir því að nokkuð vel hafi tekist til við gerð lífskjarasamningsins sem leiddur var undir forystu Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness. Svona sögufölsun eins og sést hjá Gunnari Karli er til þess eins að reyna að telja launafólki trú um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Öll svona afbökun á sannleikanum er til þess fallin að reyna að hafa áhrif á formannskosningar í Eflingu. Það er ekki bara að lífskjarasamningurinn hafi skilað umtalsvert fleiri krónum í launaumslag verkafólks heldur fylgdi með aðgerðapakki frá stjórnvöldum sem var kostnaðarmetinn af stjórnvöldum upp á 80 milljarða til að styðja við lífskjarasamninginn. Okkur tókst í lífskjarasamningum að til dæmis lækka skattbyrði lágtekjufólks með samkomulagi við stjórnvöld og skilaði sú skattalækkun ein og sér tæplega 12.000 krónum til lágtekjufólks. Þetta er hægt að sjá með nákvæmum hætti á reiknivél um staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra. Samhliða lífskjarasamningum funduðum við líka með Seðlabankanum þar sem lögð var ofuráhersla á að skapa forsendur fyrir Seðlabankann til að lækka stýrivexti bankans, og það tókst. Það var meira að segja skrifað í forsendur lífskjarasamningsins að ef stýrivextir Seðlabankans myndu ekki lækka um 2% yrði lífskjarasamningurinn uppsegjanlegur. En skoðum þessa ótrúlega röngu staðhæfingu um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Algengasti launaflokkur verkafólks er lfl. 7 en hann hækkaði úr 211.211 kr. árið 2014 í 272.261 kr. á samningstímanum eða sem nemur 61.050 kr. nánar tiltekið 29%. Þessi sami launaflokkur nr. 7 hækkaði hinsvegar í lífskjarasamningum úr 272.261. í 362.261 kr. og stendur í þeirri upphæð í dag. Semsagt hækkaði um 90.000 kr. á samningstímanum eða sem nemur 33%. Þessu til viðbótar liggur fyrir að við sömdum líka um svokallaðan hagvaxtarauka og mun hagvaxtaraukinn sem samið var um í lífskjarasamningnum virkjast á þessu ári. Afar líklegt er að hann muni skila launafólki 13.000 kr. sem koma þá til hækkunar 1. maí á þessu ári. Ef það raungerist sem afar miklar líkur eru á miðað við stöðuna eins og hún er í dag þá hafa launataxtar verkafólks hækkað um 103.000 kr. Að halda því fram að samningurinn 2015 hafi skilað verkafólki meiru er ótrúlegt þegar liggur fyrir að launataxtar hækkuðu um 61.050 kr. á samningstímanum 2015 en að öllum líkindum 103.000 í lífskjarasamningnum. Þetta þýðir að lífskjarasamningurinn skilar 38% launahækkun en samningurinn 2015 29%. Því til viðbótar er 80 milljarða aðgerðapakki sem fylgdi með lífskjarasamningnum þar sem skattalækkun upp á 12.000 kr. er m.a. hluti af. Vaxtalækkun En aðalkjarabótin fyrir verkafólk og íslensk heimili liggur í lækkun vaxta eins og var eitt af stóru markmiðum lífskjarasamningsins og það tókst en fyrir lífskjarasamninginn voru stýrivextir 4,25% og fóru lægst niður í 0,75% þótt vissulega hafi þeir hækkað að nýju og standi núna í 2,75% En skoðum vextina sem heimilunum var boðið upp á árið 2015 en óverðtryggðir vextir voru þá 7,25% en eru í dag 4,20%. Verðtryggðir vextir voru 3,65% en eru í dag 1,9%. Þessi vaxtamunur á 35 milljóna húsnæðisláni þýðir að greiðslubyrði hefur lækkað miðað við vextina 2015 um 90.000 á mánuði eða 1,1 milljón á ársgrundvelli. Af verðtryggðu láni að sömu fjárhæð er lækkun á greiðslubyrði 50.000 kr. á mánuði eða 600.000 á ársgrundvelli. Það er sorglegt þegar aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar vilja ekki viðurkenna að lífskjarasamningurinn undir forystu Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR hafi ekki skilað afar góðum árangri þótt alltaf megi gera betur enda lýkur kjarabaráttu launafólks aldrei. Það er rétt hjá félaga Ragnari Þór að hatrið og níðið í garð þeirra sem hafa gagnrýnt stefnur og markmið ASÍ á liðnum árum og áratugum er grímulaust. Allir sem þekkja til innan verkalýðshreyfingarinnar vita hvernig fulltrúalýðræðið virkar inni á þingum ASÍ og innan landssambanda ASÍ. Því má klárlega segja að það sé ekkert verið að kjósa eingöngu um forystu í Eflingu heldur hefur sú kosning áhrif á fulltrúalýðræðið inni á þingum ASÍ og SGS. Það má segja að kosningar í Eflingu, sem er næststærsta stéttarfélag landsins, muni hafa áhrif á stefnu og markmið verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni og nú sé kannski að renna upp sá dagur að loksins verði lokauppgjör innan verkalýðshreyfingarinnar. En rétt skal vera rétt og ég vísa svona sögufölsun á bug sérstaklega þegar verið er að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Eflingu með slíku bulli! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun