Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 10. febrúar 2022 16:31 Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. Ég hafði heyrt að ASÍ skrapaði botninn í mælingum á trausti í íslensku samfélagi en átti bágt með að trúa að fólk væri tilbúið að reka stefnu í svo mikilli óþökk almennra félagsmanna. Síðar reyndist það rétt að samkvæmt árlegum könnunum skrapaði ASÍ botninn í trausti og gerði árum saman. Þessum skýrslum var iðullega stungið undir stól og forystan neitaði að gera opinbera þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. En svona vinnur hreyfingin. Niðurstaðan varð sú að ég sigraði formannskjör VR með yfirburðum. Við tók snúin staða þar sem ég hafði lítinn stuðning innan stjórnar VR, ég var ekki á neinum lista eða hafði neinn með mér í framboði til stjórnar. Það tók smá tíma en tókst að lokum að vinna með niðurstöðuna. Vinna með vilja félagsmanna! Því á endanum löggðumst við öll á eitt. Ég hafði margoft orðið vitni að þöggun og ótrúlega svívyrðilegri framkomu í garð þeirra sem höfðu aðrar skoðanir en sá aðall sem stjórnaði hreyfingunni og stjórnar henni enn. Ég sat í stjórn VR frá árinu 2009, áður en ég náði kjöri sem formaður og upplifði eitt og annað á þeim tíma, margt af því miður gott svo vægt sé til orða tekið. Hér er eitt af mörgum dæmum þöggunar á þingum ASÍ. Sjá má þegar reynt er að slökkva/þagga niður í Vilhjálmi Birgissyni sem reyndi að svara linnulausum árásum í sinn garð þegar hann laggði fram tillögu um að sjóðfélagar lífeyrissjóða ættu einir að kjósa stjórnir þeirra árið 2009. Tillögu sem ég studdi. Vilhjálmur Birgisson - Ársfundur ASÍ - (5. hluti) - YouTube Þetta var ekki bara þáverandi forseti ASÍ heldur margir af meðreiðarsveinum hans og „bakland“ margra stéttarfélaga sem eru innan vébanda ASÍ. Við getum kallað þennan hóp skuggafólkið sem fæstir vita hverjir eru. Og af hverju vitum við lítið um þennan hóp? Því þetta fólk tekur sjaldan eða aldrei slaginn á opinberum vettvangi eða lætur nokkuð í sér heyra, nema þá helst til að níða skóinn af félögum sínum eða tala niður verk þeirra og árangur. En af hverju þetta grímulausa hatur? Munu þau aldrei fyrirgefa okkur þann glæp að riðla völdum innan hreyfingarinnar? Þrátt fyrir lýðræðislegt kjör og umboð? Ég gæti tekið saman röð greina, ný og gömul dæmi máli mínu til stuðnings, skrifað heila ritgerð um fjölmörg af þeim rætnu árásum, og aðferðum til þöggunar, sem bæði ég og þeir sem hafa ekki kosið að dansa eftir þeirri duglausu og meðvirku línu sem þetta fólk vill fara. Hefur einhver velt fyrir sér starfsmannaveltunni á skrifstofu ASÍ og starfsánægjukönnunum þar, bæði fyrr og nú? Eru þær aðgengilegar þeim 130 þúsund félgasmönnum ASÍ eða læstar ofan í skúffu? Eða á þetta bara við um eitt stéttarfélag? Eða hvernig fer fyrir fólki annarsstaðar innan hreyfingarinnar sem dansar ekki eftir skoðunum stjórnenda og hvernig er fólk almennt valið þar inn? Það er bullandi pólitík innan verkalýðshreyfingarinnar. Og hún er ógeðsleg og hefur verið ógeðsleg þau 13 ár sem ég hef starfað á vettvangi hennar. Þeir sem stunda þessa ógeðslegu pólitík og oft á tíðum falinn rógburð og baktjaldarmakk eru að mestu fólk sem fæstir vita hverjir eru, sumir eru þó vel þekktir en fara fínt með það. Þetta er yfirleitt fólk sem leggur ekki mannorð sitt að veði á opinberum vettvangi og tekur slaginn við sérhagsmunaöflin. Nei það er meira í því að setja like, deila og taka undir níðskrif um fólk sem því er illa við eða stendur ógn af eins og Sólveigu og hennar framboði, og hennar baráttu almennt. Ég hef persónulega upplifað þessa grímulausu heift á opnum og lokuðum fundum og þingum hreyfingarinnar, oftar en ekki í vitna viðurvist. Það skal tekið fram að árásir í minn garð frá ákveðnu fólki innan hreyfingarinnar eru barnaleikur miðað við það sem aðrir hafa þurft að þola. Sem dæmi má nefna að formaður Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sveinsdóttir, undirbýr framboð til formennsku í Starfsgreinasambandinu sem er mjög valdamikil staða innan hreyfingarinnar og ljóst þykir að Sólveig Anna mun ekki styðja hana til kjörs. Er það tilviljun að starfsmenn Bárunnar hafa nú gengið hvað harðast fram við að koma höggi á framboð Sólveigar? Með tilraun til að fá starfsmenn allra stéttarfélaga til að senda út ályktun í miðri kosningu um forystu í Eflingu, sem væri skaðleg framboði Sólveigar og Baráttulistans. Er það tilviljun að annar starfsmaður Bárunnar skuli sjá sér leik á borði, á þessum tímapunkti, að skrifa enn eina níðgreinina um Sólveigu, níðgrein sem skuggafólkið keppist um að deila og like-a? En til að setja þetta í samhengi fer Efling með um 44% atkvæðavægi innan starfsgreinasambandsins. Ég ætla ekki að hafa eftir þá kveðju sem ég fékk frá sama starfsmanni Bárunnar á þingi ASÍ, kalda kveðju fyrir það eitt að hafa aðra skoðun en títtnefndir skuggar. Getur verið að eitthvað meira hangi á spítunni en hinar miklu áhyggjur af skrifstofu Eflingar? Gætu þetta verið dulbúnar áhyggjur af því að valdahlutföll innan hreyfingarinnar gætu riðlast og fólkið sem hefur margoft verið uppvíst að blindu hatri í garð okkar, sem fengum nóg af meðvirkni og dugleysi hennar, nái ekki völdum sínum á ný? Af hverju talar þetta fólk þá ekki líka um starfsánægjukannanir innan skrifstofu ASÍ og starfsmannaveltuna þar? Það er mikið undir hjá Eflingarfélögum sem nú kjósa sér forystu og hverjum þeim treysta best til að leiða þá baráttu sem framundan er. Það eru þrír valkostir í stöðunni og það er gott. Valkostirnir eru skýrir og það er líka gott því félagsmenn þurfa að hafa afdráttarlaust val um framhaldið og framtíðina. Ég persónulega er ekki í nokkrum vafa um að ný forysta Eflingar, hver sem hún verður, takist að vinna úr þeim innri málum sem ratað hafa með ítrekuðum hætti á forsíður miðlanna. Það er einfaldlega ekkert annað í boði. Það tókst okkur í VR og það tókst hjá félaga Vilhjálmi Birgissyni á Akranesi. En við skulum hafa það í huga að það er meira sem býr að baki en baráttan í Eflingu. Það eru margir skuggar og mörg skúmaskot innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar er valdabarátta og þar er hatur. Svo mikið hatur gagnvart ákveðnum röddum og skoðunum að það gæti hæglega flokkast sem ofbeldi. Það er ekki að ástæðulausu að stjórn og trúnaðarráð VR hefur lengi rætt þann möguleika að stíga út úr þessu eitraða umhverfi Alþýðusambandsins. Við erum með stærsta félagið og til samanburðar er VR helmingi fjölmennara en BSRB. Ég mun gera grein fyrir því síðar hvernig rödd og áherslur VR hafa verið hundsaðar innan veggja ASÍ. Eitt er víst að titringurinn í kringum kosningarnar í Eflingu mælist á skjálftamælum margra formanna innan SGS en líklega mest á skrifstofu ASÍ. Höfundur er formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. Ég hafði heyrt að ASÍ skrapaði botninn í mælingum á trausti í íslensku samfélagi en átti bágt með að trúa að fólk væri tilbúið að reka stefnu í svo mikilli óþökk almennra félagsmanna. Síðar reyndist það rétt að samkvæmt árlegum könnunum skrapaði ASÍ botninn í trausti og gerði árum saman. Þessum skýrslum var iðullega stungið undir stól og forystan neitaði að gera opinbera þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. En svona vinnur hreyfingin. Niðurstaðan varð sú að ég sigraði formannskjör VR með yfirburðum. Við tók snúin staða þar sem ég hafði lítinn stuðning innan stjórnar VR, ég var ekki á neinum lista eða hafði neinn með mér í framboði til stjórnar. Það tók smá tíma en tókst að lokum að vinna með niðurstöðuna. Vinna með vilja félagsmanna! Því á endanum löggðumst við öll á eitt. Ég hafði margoft orðið vitni að þöggun og ótrúlega svívyrðilegri framkomu í garð þeirra sem höfðu aðrar skoðanir en sá aðall sem stjórnaði hreyfingunni og stjórnar henni enn. Ég sat í stjórn VR frá árinu 2009, áður en ég náði kjöri sem formaður og upplifði eitt og annað á þeim tíma, margt af því miður gott svo vægt sé til orða tekið. Hér er eitt af mörgum dæmum þöggunar á þingum ASÍ. Sjá má þegar reynt er að slökkva/þagga niður í Vilhjálmi Birgissyni sem reyndi að svara linnulausum árásum í sinn garð þegar hann laggði fram tillögu um að sjóðfélagar lífeyrissjóða ættu einir að kjósa stjórnir þeirra árið 2009. Tillögu sem ég studdi. Vilhjálmur Birgisson - Ársfundur ASÍ - (5. hluti) - YouTube Þetta var ekki bara þáverandi forseti ASÍ heldur margir af meðreiðarsveinum hans og „bakland“ margra stéttarfélaga sem eru innan vébanda ASÍ. Við getum kallað þennan hóp skuggafólkið sem fæstir vita hverjir eru. Og af hverju vitum við lítið um þennan hóp? Því þetta fólk tekur sjaldan eða aldrei slaginn á opinberum vettvangi eða lætur nokkuð í sér heyra, nema þá helst til að níða skóinn af félögum sínum eða tala niður verk þeirra og árangur. En af hverju þetta grímulausa hatur? Munu þau aldrei fyrirgefa okkur þann glæp að riðla völdum innan hreyfingarinnar? Þrátt fyrir lýðræðislegt kjör og umboð? Ég gæti tekið saman röð greina, ný og gömul dæmi máli mínu til stuðnings, skrifað heila ritgerð um fjölmörg af þeim rætnu árásum, og aðferðum til þöggunar, sem bæði ég og þeir sem hafa ekki kosið að dansa eftir þeirri duglausu og meðvirku línu sem þetta fólk vill fara. Hefur einhver velt fyrir sér starfsmannaveltunni á skrifstofu ASÍ og starfsánægjukönnunum þar, bæði fyrr og nú? Eru þær aðgengilegar þeim 130 þúsund félgasmönnum ASÍ eða læstar ofan í skúffu? Eða á þetta bara við um eitt stéttarfélag? Eða hvernig fer fyrir fólki annarsstaðar innan hreyfingarinnar sem dansar ekki eftir skoðunum stjórnenda og hvernig er fólk almennt valið þar inn? Það er bullandi pólitík innan verkalýðshreyfingarinnar. Og hún er ógeðsleg og hefur verið ógeðsleg þau 13 ár sem ég hef starfað á vettvangi hennar. Þeir sem stunda þessa ógeðslegu pólitík og oft á tíðum falinn rógburð og baktjaldarmakk eru að mestu fólk sem fæstir vita hverjir eru, sumir eru þó vel þekktir en fara fínt með það. Þetta er yfirleitt fólk sem leggur ekki mannorð sitt að veði á opinberum vettvangi og tekur slaginn við sérhagsmunaöflin. Nei það er meira í því að setja like, deila og taka undir níðskrif um fólk sem því er illa við eða stendur ógn af eins og Sólveigu og hennar framboði, og hennar baráttu almennt. Ég hef persónulega upplifað þessa grímulausu heift á opnum og lokuðum fundum og þingum hreyfingarinnar, oftar en ekki í vitna viðurvist. Það skal tekið fram að árásir í minn garð frá ákveðnu fólki innan hreyfingarinnar eru barnaleikur miðað við það sem aðrir hafa þurft að þola. Sem dæmi má nefna að formaður Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sveinsdóttir, undirbýr framboð til formennsku í Starfsgreinasambandinu sem er mjög valdamikil staða innan hreyfingarinnar og ljóst þykir að Sólveig Anna mun ekki styðja hana til kjörs. Er það tilviljun að starfsmenn Bárunnar hafa nú gengið hvað harðast fram við að koma höggi á framboð Sólveigar? Með tilraun til að fá starfsmenn allra stéttarfélaga til að senda út ályktun í miðri kosningu um forystu í Eflingu, sem væri skaðleg framboði Sólveigar og Baráttulistans. Er það tilviljun að annar starfsmaður Bárunnar skuli sjá sér leik á borði, á þessum tímapunkti, að skrifa enn eina níðgreinina um Sólveigu, níðgrein sem skuggafólkið keppist um að deila og like-a? En til að setja þetta í samhengi fer Efling með um 44% atkvæðavægi innan starfsgreinasambandsins. Ég ætla ekki að hafa eftir þá kveðju sem ég fékk frá sama starfsmanni Bárunnar á þingi ASÍ, kalda kveðju fyrir það eitt að hafa aðra skoðun en títtnefndir skuggar. Getur verið að eitthvað meira hangi á spítunni en hinar miklu áhyggjur af skrifstofu Eflingar? Gætu þetta verið dulbúnar áhyggjur af því að valdahlutföll innan hreyfingarinnar gætu riðlast og fólkið sem hefur margoft verið uppvíst að blindu hatri í garð okkar, sem fengum nóg af meðvirkni og dugleysi hennar, nái ekki völdum sínum á ný? Af hverju talar þetta fólk þá ekki líka um starfsánægjukannanir innan skrifstofu ASÍ og starfsmannaveltuna þar? Það er mikið undir hjá Eflingarfélögum sem nú kjósa sér forystu og hverjum þeim treysta best til að leiða þá baráttu sem framundan er. Það eru þrír valkostir í stöðunni og það er gott. Valkostirnir eru skýrir og það er líka gott því félagsmenn þurfa að hafa afdráttarlaust val um framhaldið og framtíðina. Ég persónulega er ekki í nokkrum vafa um að ný forysta Eflingar, hver sem hún verður, takist að vinna úr þeim innri málum sem ratað hafa með ítrekuðum hætti á forsíður miðlanna. Það er einfaldlega ekkert annað í boði. Það tókst okkur í VR og það tókst hjá félaga Vilhjálmi Birgissyni á Akranesi. En við skulum hafa það í huga að það er meira sem býr að baki en baráttan í Eflingu. Það eru margir skuggar og mörg skúmaskot innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar er valdabarátta og þar er hatur. Svo mikið hatur gagnvart ákveðnum röddum og skoðunum að það gæti hæglega flokkast sem ofbeldi. Það er ekki að ástæðulausu að stjórn og trúnaðarráð VR hefur lengi rætt þann möguleika að stíga út úr þessu eitraða umhverfi Alþýðusambandsins. Við erum með stærsta félagið og til samanburðar er VR helmingi fjölmennara en BSRB. Ég mun gera grein fyrir því síðar hvernig rödd og áherslur VR hafa verið hundsaðar innan veggja ASÍ. Eitt er víst að titringurinn í kringum kosningarnar í Eflingu mælist á skjálftamælum margra formanna innan SGS en líklega mest á skrifstofu ASÍ. Höfundur er formaður VR
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun