Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:01 Good Morning America ræddi við Birgi Jónsson, forstjóra Play. Vísir/Vilhelm „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn. Fréttir af flugi Play Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira