Brotið gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 13:00 Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun