Markviss uppbygging íbúðarhúsnæðis greiðir fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 11:01 Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar