Krabbamein – standa allir jafnt að vígi? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun