Stjórnmál eru hópíþrótt Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 12:31 Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin var árin 2008-9 og framtíðarsýninni sem kom út úr þeirri vinnu. Ég tók eftir samheldninni í hópnum og þeim jákvæðu straumum sem frá honum stafaði. Mig langaði að vera hluti af þessum hóp því þarna sá ég mig geta blómstrað og vaxið með því að taka þátt í því að gera samfélagið sem ég brenn svo fyrir, enn betra. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í prófkjörinu. Ég náði 5. sætinu og fannst það góð byrjun. Strax eftir prófkjörið var hafist handa við að undirbúa stefnuskrá okkar sjálfstæðisfólks fyrir kosningarnar þá um vorið. Skipaðir voru málefnahópar og opnir málefnafundir auglýstir fyrir alla bæjarbúa þar sem safnað var hugmyndum og ábendingum hvernig við gætum gert góðan bæ enn betri. Í þeirri vinnu fengu allar raddir að njóta sín og öll sjónarmið voru gild undir stjórn oddvitans og leiðtogans. Með afrakstur þessarar vinnu fórum við svo af stað í kosningabaráttuna, full af eldmóði, glöð í fasi og með bjartsýni í hjarta. Þetta gat ekki klikkað og við sigruðum kosningarnar með glæsibrag. Sjálfstæðisflokkurinn var aftur kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég man hvað ég var glöð yfir þátttöku minni og fannst ég hafa verið þátttakandi í ævintýri og lagt mitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Leiðtoginn skiptir máli Ég hef lært mikið á þessum árum mínum í bæjarmálunum ásamt því að hafa menntað mig í stjórnunar og leiðtogafræðum. Enginn fæðist fullnuma leiðtogi, leiðtogafærni ávinnst með reynslu, menntun og þjálfun. Franklin Covey segir í sínum fræðum frá fjórum hlutverkum leiðtoga sem eru: Byggja upp traust Skapa sýn Framkvæma stefnu Leysa hæfileika úr læðingi Ég vil sjá leiðtoga sem hefur skarpa sýn og hlýtt hjarta, manneskju sem tekur ábyrgar ákvarðanir á grundvelli þekkingar. Sagt hefur verið að algengustu mistök leiðtoga séu fólgin í því að ofmetnast, fyllast drambi, fyllast oftrú á sjálfan sig og eigin visku og getu. Leiðtoginn sem ber sér á brjóst og hrósar sjálfum sér, leiðtoginn sem stendur í stafni og baðar út öngum verður fljótlega bara leiðtogi yfir sjálfum sér, aðrir farnir burt. Mosfellsbær er þekkingarfyrirtæki og þar þarf leiðtoginn að vera leiðbeinandi og hvetjandi. Ég veit að menntun mín og reynsla muni höfða til breiðari hóps Mosfellinga, nýrra Mosfellinga og eldri Mosfellinga, til foreldra sem þurfa öruggt umhverfi fyrir börnin sín í skólum og frístund bæjarins. Ég vil verða næsti leiðtogi sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ og leiða flokkinn til sigurs í kosningunum í vor. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sætið í prófkjörinu 5. febrúar. Munum að stjórnmál eru hópíþrótt, gerum þetta saman og höldum áfram að gera Mosfellsbæ að besta bæ fyrir alla. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin var árin 2008-9 og framtíðarsýninni sem kom út úr þeirri vinnu. Ég tók eftir samheldninni í hópnum og þeim jákvæðu straumum sem frá honum stafaði. Mig langaði að vera hluti af þessum hóp því þarna sá ég mig geta blómstrað og vaxið með því að taka þátt í því að gera samfélagið sem ég brenn svo fyrir, enn betra. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í prófkjörinu. Ég náði 5. sætinu og fannst það góð byrjun. Strax eftir prófkjörið var hafist handa við að undirbúa stefnuskrá okkar sjálfstæðisfólks fyrir kosningarnar þá um vorið. Skipaðir voru málefnahópar og opnir málefnafundir auglýstir fyrir alla bæjarbúa þar sem safnað var hugmyndum og ábendingum hvernig við gætum gert góðan bæ enn betri. Í þeirri vinnu fengu allar raddir að njóta sín og öll sjónarmið voru gild undir stjórn oddvitans og leiðtogans. Með afrakstur þessarar vinnu fórum við svo af stað í kosningabaráttuna, full af eldmóði, glöð í fasi og með bjartsýni í hjarta. Þetta gat ekki klikkað og við sigruðum kosningarnar með glæsibrag. Sjálfstæðisflokkurinn var aftur kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég man hvað ég var glöð yfir þátttöku minni og fannst ég hafa verið þátttakandi í ævintýri og lagt mitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Leiðtoginn skiptir máli Ég hef lært mikið á þessum árum mínum í bæjarmálunum ásamt því að hafa menntað mig í stjórnunar og leiðtogafræðum. Enginn fæðist fullnuma leiðtogi, leiðtogafærni ávinnst með reynslu, menntun og þjálfun. Franklin Covey segir í sínum fræðum frá fjórum hlutverkum leiðtoga sem eru: Byggja upp traust Skapa sýn Framkvæma stefnu Leysa hæfileika úr læðingi Ég vil sjá leiðtoga sem hefur skarpa sýn og hlýtt hjarta, manneskju sem tekur ábyrgar ákvarðanir á grundvelli þekkingar. Sagt hefur verið að algengustu mistök leiðtoga séu fólgin í því að ofmetnast, fyllast drambi, fyllast oftrú á sjálfan sig og eigin visku og getu. Leiðtoginn sem ber sér á brjóst og hrósar sjálfum sér, leiðtoginn sem stendur í stafni og baðar út öngum verður fljótlega bara leiðtogi yfir sjálfum sér, aðrir farnir burt. Mosfellsbær er þekkingarfyrirtæki og þar þarf leiðtoginn að vera leiðbeinandi og hvetjandi. Ég veit að menntun mín og reynsla muni höfða til breiðari hóps Mosfellinga, nýrra Mosfellinga og eldri Mosfellinga, til foreldra sem þurfa öruggt umhverfi fyrir börnin sín í skólum og frístund bæjarins. Ég vil verða næsti leiðtogi sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ og leiða flokkinn til sigurs í kosningunum í vor. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sætið í prófkjörinu 5. febrúar. Munum að stjórnmál eru hópíþrótt, gerum þetta saman og höldum áfram að gera Mosfellsbæ að besta bæ fyrir alla. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun