Yfirborðs- og sýndarmennska stjórnmálamanna Vilhjálmur Birgisson skrifar 2. febrúar 2022 12:01 Mér flökrar yfir yfirborðs- og sýndarmennskunni í íslenskum stjórnmálamönnum en í gær var Sigurður Ingi innviðaráðherra í fréttum og nefndi að núna þyrfti að skoða kosti og galla þess að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni í ljósi þess að sá liður væri að keyra verðbólguna upp. Hvað er að íslenskum stjórnmálamönnum? Við erum búin að benda á þetta í fjölmörg ár að húsnæðisliðurinn sé megin orsakavaldurinn fyrir verðbólgu á Íslandi og þetta vita stjórnmálamenn algjörlega. Muna stjórnmálamenn ekki eftir svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um áhrif húsnæðisliðar á verðtryggðar skuldir heimilanna frá árinu 2013 til 2017? Til upprifjunar þá kom fram í svari fjármálaráðherra að húsnæðisliðurinn einn og sér hafi kostað íslensk heimili 118 milljarða á þessu 4 ára tímabili, já 118 milljarða! Yfirborðs-og sýndarmennska stjórnmálamanna er grátbrosleg því vandamálið með húsnæðisliðinn er ekkert nýtt og í því samhengi vil ég rifja upp ummæli sem Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét falla um verðbólguna árið 1999 eða fyrir 23 árum. En orðrétt sagði Geir: „þarna sé ekki vísbending um að nein hætta sé á ferðinni. "Skýringin á þessu er nú sú að húsnæðisliðurinn hefur hækkað miklu meira en allt annað að undanförnu. Ef húsnæðisliðnum er sleppt er lítil sem engin verðbólga síðustu 12 mánuði eða 1%“ Takið eftir þetta er fyrir 23 árum síðan og enn eru stjórnmálamenn að spá og spekúlera um húsnæðisliðinn. Skoðum verðbólguna 10 ár aftur í tímann eða frá janúar 2012 til janúar 2022. Samkvæmt Hagstofunni hefur verðbólgan á Íslandi hækkað um 33,7% á síðustu 10 árum með húsnæðisliðnum en án húsnæðisliðar hefur verðbólgan hækkað um einungis 18,8%. Hugsið ykkur að uppundir 50% af allri verðbólgu er knúin áfram vegna húsnæðisliðarins í vísitölunni með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóð sem er með stóran hluta sinna skulda beintengdan við neysluvísitöluna í gegnum verðtrygginguna. Þessu til viðbótar horfir Seðlabankinn á verðbólguna þegar hann er að taka ákvörðun um að hækka stýrivextina. Já, það er húsnæðisliðurinn sem hefur knúið tannhjól verðbólgunnar á Íslandi áfram af fullum þunga án þess að stjórnvöld og sveitarfélög sem bera fullkomna ábyrgð á þessu geri neitt í því. Reikningurinn vegna þessa aðgerðaleysis er sendur beint til heimila, neytenda og fyrirtækja. Það er sorglegt þegar stjórnmálamenn koma núna og segja vaxtalækkanir sem áttu sér stað frá 2019 vera ástæðu þess að húsnæðisliðurinn hafi farið af stað. Þetta er svo mikið kjaftæði að það nær engu tali enda er þetta vandamál með húsnæðisliðinn búið að vera við lýði um áratuga skeið og hefur ekkert með lækkun vaxta að gera. Hækkun á húsnæðisverði er knúið áfram vegna lóða-og framboðsskorts sem sveitarfélög og stjórnvöld bera 100% ábyrgð á. Það var ömurlegt þegar borgarstjóri Reykjavíkur ýjaði að því að orsökin fyrir hækkun á húsnæðisverði væri lækkun vaxta. Þarna er borgarstjóri algjörlega að firra sig ábyrgð á því að lóðaskortur í Reykjavík sé aðalorsök fyrir hækkandi fasteignaverði. Fólk slæst um hverja íbúð vegna framboðsskorts, það er ástæðan. Ég vil minna á bréf sem Samtök atvinnulífsins sendu forsætisráðherra árið 2007 þar sem SA benti ráðherranum á að húsnæðisliðurinn væri að knýja verðbólguna og tilraunir Seðlabankans við að slá á hækkun á húsnæðisverði með því að hækka stýrivextina úr 5,3% frá árinu 2004 í 13,3% árið 2007 hefðu algerlega mistekist enda væri það lóða- og framboðsskortur sem keyrði húsnæðisliðinn upp. Hugsið ykkur að ef það væri hægt að benda á verkalýðshreyfinguna og segja að gögn frá Hagstofunni staðfesti að aðgerðir hennar í kjaramálum hafi valdið 50% af verðbólgunni á íslandi! Nei, það er ekki hægt en það er hægt að benda á sveitarfélögin og stjórnvöld og segja þið berið ábyrgð á 50% af verðbólgunni skv. gögnum frá Hagstofunni vegna húsnæðisliðar í neysluvísitölunni sem er knúinn áfram vegna lóða- og framboðsskorts, ekki lækkun vaxta eins og sumir snillingar eru að reyna að ýja að. Já það vantar ekki að í hvert sinn og kjarasamningar verkafólks eru við það að losna þá sprettur fjármála-og arðsemiselítan fram á sjónarsviðið og öskrar hátt „verkalýðshreyfingin hefur stöðugleikann og verðbólguna í hendi sér með því að ganga frá hófsömum kjarasamningum“. Hins vegar heyrist ekkert í arðsemisgræðgis elítunni um að það er ekki verkafólk og verkalýðshreyfingin sem ber ábyrgð á verðbólgunni heldur lóða- og framboðsskortur á fasteignamarkaði eins og gögn frá Hagstofunni staðfesta algerlega. Við stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn vil ég segja í guðanna bænum hættið þessari yfirboðs-og sýndarmennsku og farið að taka á málum eins og mælingu á húsnæðisliðnum. Hagsmunamál sem hleypur á hundruðum milljarða fyrir heimilin, neytendur og fyrirtæki í þessu landi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mér flökrar yfir yfirborðs- og sýndarmennskunni í íslenskum stjórnmálamönnum en í gær var Sigurður Ingi innviðaráðherra í fréttum og nefndi að núna þyrfti að skoða kosti og galla þess að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni í ljósi þess að sá liður væri að keyra verðbólguna upp. Hvað er að íslenskum stjórnmálamönnum? Við erum búin að benda á þetta í fjölmörg ár að húsnæðisliðurinn sé megin orsakavaldurinn fyrir verðbólgu á Íslandi og þetta vita stjórnmálamenn algjörlega. Muna stjórnmálamenn ekki eftir svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um áhrif húsnæðisliðar á verðtryggðar skuldir heimilanna frá árinu 2013 til 2017? Til upprifjunar þá kom fram í svari fjármálaráðherra að húsnæðisliðurinn einn og sér hafi kostað íslensk heimili 118 milljarða á þessu 4 ára tímabili, já 118 milljarða! Yfirborðs-og sýndarmennska stjórnmálamanna er grátbrosleg því vandamálið með húsnæðisliðinn er ekkert nýtt og í því samhengi vil ég rifja upp ummæli sem Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét falla um verðbólguna árið 1999 eða fyrir 23 árum. En orðrétt sagði Geir: „þarna sé ekki vísbending um að nein hætta sé á ferðinni. "Skýringin á þessu er nú sú að húsnæðisliðurinn hefur hækkað miklu meira en allt annað að undanförnu. Ef húsnæðisliðnum er sleppt er lítil sem engin verðbólga síðustu 12 mánuði eða 1%“ Takið eftir þetta er fyrir 23 árum síðan og enn eru stjórnmálamenn að spá og spekúlera um húsnæðisliðinn. Skoðum verðbólguna 10 ár aftur í tímann eða frá janúar 2012 til janúar 2022. Samkvæmt Hagstofunni hefur verðbólgan á Íslandi hækkað um 33,7% á síðustu 10 árum með húsnæðisliðnum en án húsnæðisliðar hefur verðbólgan hækkað um einungis 18,8%. Hugsið ykkur að uppundir 50% af allri verðbólgu er knúin áfram vegna húsnæðisliðarins í vísitölunni með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóð sem er með stóran hluta sinna skulda beintengdan við neysluvísitöluna í gegnum verðtrygginguna. Þessu til viðbótar horfir Seðlabankinn á verðbólguna þegar hann er að taka ákvörðun um að hækka stýrivextina. Já, það er húsnæðisliðurinn sem hefur knúið tannhjól verðbólgunnar á Íslandi áfram af fullum þunga án þess að stjórnvöld og sveitarfélög sem bera fullkomna ábyrgð á þessu geri neitt í því. Reikningurinn vegna þessa aðgerðaleysis er sendur beint til heimila, neytenda og fyrirtækja. Það er sorglegt þegar stjórnmálamenn koma núna og segja vaxtalækkanir sem áttu sér stað frá 2019 vera ástæðu þess að húsnæðisliðurinn hafi farið af stað. Þetta er svo mikið kjaftæði að það nær engu tali enda er þetta vandamál með húsnæðisliðinn búið að vera við lýði um áratuga skeið og hefur ekkert með lækkun vaxta að gera. Hækkun á húsnæðisverði er knúið áfram vegna lóða-og framboðsskorts sem sveitarfélög og stjórnvöld bera 100% ábyrgð á. Það var ömurlegt þegar borgarstjóri Reykjavíkur ýjaði að því að orsökin fyrir hækkun á húsnæðisverði væri lækkun vaxta. Þarna er borgarstjóri algjörlega að firra sig ábyrgð á því að lóðaskortur í Reykjavík sé aðalorsök fyrir hækkandi fasteignaverði. Fólk slæst um hverja íbúð vegna framboðsskorts, það er ástæðan. Ég vil minna á bréf sem Samtök atvinnulífsins sendu forsætisráðherra árið 2007 þar sem SA benti ráðherranum á að húsnæðisliðurinn væri að knýja verðbólguna og tilraunir Seðlabankans við að slá á hækkun á húsnæðisverði með því að hækka stýrivextina úr 5,3% frá árinu 2004 í 13,3% árið 2007 hefðu algerlega mistekist enda væri það lóða- og framboðsskortur sem keyrði húsnæðisliðinn upp. Hugsið ykkur að ef það væri hægt að benda á verkalýðshreyfinguna og segja að gögn frá Hagstofunni staðfesti að aðgerðir hennar í kjaramálum hafi valdið 50% af verðbólgunni á íslandi! Nei, það er ekki hægt en það er hægt að benda á sveitarfélögin og stjórnvöld og segja þið berið ábyrgð á 50% af verðbólgunni skv. gögnum frá Hagstofunni vegna húsnæðisliðar í neysluvísitölunni sem er knúinn áfram vegna lóða- og framboðsskorts, ekki lækkun vaxta eins og sumir snillingar eru að reyna að ýja að. Já það vantar ekki að í hvert sinn og kjarasamningar verkafólks eru við það að losna þá sprettur fjármála-og arðsemiselítan fram á sjónarsviðið og öskrar hátt „verkalýðshreyfingin hefur stöðugleikann og verðbólguna í hendi sér með því að ganga frá hófsömum kjarasamningum“. Hins vegar heyrist ekkert í arðsemisgræðgis elítunni um að það er ekki verkafólk og verkalýðshreyfingin sem ber ábyrgð á verðbólgunni heldur lóða- og framboðsskortur á fasteignamarkaði eins og gögn frá Hagstofunni staðfesta algerlega. Við stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn vil ég segja í guðanna bænum hættið þessari yfirboðs-og sýndarmennsku og farið að taka á málum eins og mælingu á húsnæðisliðnum. Hagsmunamál sem hleypur á hundruðum milljarða fyrir heimilin, neytendur og fyrirtæki í þessu landi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun