Að skapa eyðimörk og kalla það frið Ísak Rúnarsson skrifar 2. febrúar 2022 08:01 Hún var falleg í upphafi, ungverska byltingin í október 1956. Mótmælendur æddu á götur út í þúsundatali og kröfðust frelsis undan oki Kremlinnar – kröfðust sjálfsagðra réttinda til sjálfsákvörðunar einstaklinga og þjóðar. Ungversk stjórnvöld virtust ætla að hlusta, þau afnámu eins-flokks ræðið og drógu Ungverjaland út úr Varsjársamningnum, sem var svar Sóvíetmanna við NATÓ. Aðeins örstuttu síðar, eða þann 4. nóvember, æddu þungvopnaðar skriðdrekasveitir inn í Búdapest til að brjóta uppreisnina á bak aftur – í það skiptið var sverðið máttugra en penninn. Innan örfárra klukkustunda hafði Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, verið handsamaður og ekki leið á löngu áður en búið var að koma nýjum stjórnvöldum, sem þóknuðust Moskvu, til valda. Nagy var fangelsaður og tveimur árum síðar tekinn af lífi. Um 2,500 Ungverjar voru drepnir í voðaverkunum og 200,000 til viðbótar flúðu heimili sín í kjölfarið, einhverjir alla leið til Íslands. Hún kom til hugar þessi saga af Ungverjum, þegar ég las í síðustu viku grein Guttorms Þorsteinssonar, formanns Samtaka hernaðarandstæðinga, sem fjallar um mögulega innrás Rússa í Úkraínu sem ýmsir óttast að sé yfirvofandi. Það er vonandi að Úkraínumenn þurfi ekki að búa við sama „frið“ og Ungverjar forðum – þó helst megi lesa í orð Guttorms að Samtök hernaðarandstæðinga hefðu ekkert á móti því. Það mátti aukinheldur skilja á Guttormi, að kenna mætti Bandaríkjunum um uppsafnaðan herafla Rússlands á landamærunum við Úkraínu, miklu frekar en Rússum sjálfum. Bandaríkin stunda „stríðsæsingar“ segir hann og slær hvergi af. Hér er auðvitað verið að ala á Ameríkuandúð og málum snúið svo rækilega á hvolf að tröllabýli Pútíns forseta hefðu ekki getað spunnið betri sögu. Gloppur í grein Guttorms Í fyrsta lagi er NATÓ fyrst og fremst varnarbandalag. Varnarbandalög fela aðeins í sér skuldbindingu til að standa sameiginlega að vörnum bandalagsríkja, ráðist einhver utanaðkomandi að þeim og brjóti þar með gegn fullveldisrétti þeirra. Í NATÓ felst ekki skuldbinding að ráðast inn í önnur ríki að fyrra bragði og á því er að sjálfsögðu reginmunur. Í öðru lagi er stækkun NATÓ fyrst og fremst tilkomin vegna þess að ríkin í Austur-Evrópu óskuðu sjálf eftir inngöngu í NATÓ og beittu þar með fullveldi sínu sem þau höfðu öðlast á ný eftir að þau komust undan þumlinum á Rússum við fall Sóvétríkjanna. Að sjálfsögðu má deila um hvort það hafi verið skynsamlegt að hleypa Austur-Evrópuríkjum inn í bandalagið eða hvort strategískara hefði verið að halda þeim utan við það, í ljósi þess að Rússar myndu með tímanum hefja heimsvaldatilburði sína á ný. Slíkar strategískar raunsæishugleiðingar fela þó um leið í sér viðurkenningu á því að Rússar hafi í raun tilkall til að stýra utanríkismálum Austur-Evrópuríkjanna og að siðir og reglur í alþjóðasamskiptum skipti engu. Miklu nærtækara er að ætla Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum barnslega einfeldni í kjölfar falls Sóvétríkjanna, en þá töldu margir að „sögunni væri lokið“ líkt og Francis Fukuyama komst að orði, en það þýddi að stjórnskipulag vestrænna lýðræðisríkja myndi jafnt og þétt ná yfirtökum í heiminum eftir að Sóvéska líkanið hafði gefið upp öndina. Eins og við þekkjum nú varð það ekki raunin. Í þriðja lagi snúast aðgerðir Rússa um meira en bara NATÓ. Það má ekki gleyma því að innrás Rússa inn í Úkraínu árið 2014 kom í kjölfar þess að Úkraínumenn og Evrópusambandið undirrituðu víðtækan samstarfssamning sem hafði í senn öryggisvídd, efnahagsvídd og jafnvel menningarvídd – í þeim skilningi að með samningnum var Úkraína að stilla sér upp með vestrinu. Í fjórða lagi láist Guttormi að nefna þann samning sem gerður var á milli Úkráinu og Rússlands árið 1994, þar sem bæði ríki féllust á núverandi landamæri (með Krímskaga í Úkraínu). Rússland ábyrgðist öryggi Úkraínu gegn því að hin síðarnefndu létu af hendi öll sín kjarnavopn. Síðan 2014 má líta svo á að sá samningur hafi verið brotinn af hálfu Rússa. Í fimmta lagi má helst skilja Guttorm með þeim hætti að best megi stuðla að friði með því að stinga höfðinu í sandinn, fari svo að Rússar ráðist inn í Úkraínu á ný. Að Íslendingar (og önnur vesturveldi væntanlega líka), eigi að halda áfram samskiptum og viðskiptum við Rússland eins og ekkert hafi í skorist, fari allt á versta veg. Með öðrum orðum að engar afleiðingar eigi að hljótast af stríðsbrölti og innrás í annað ríki. Það getur vart talist mjög andstætt hernaði, þótt samtökin sem hann er í forsvari fyrir kenni sig við slíka andstöðu. Í sjötta lagi gerir hann að engu þá gríðarlegu hagsmuni sem örþjóð eins og Ísland á af því að alþjóðalög og fullveldisréttur sé virtur í hvívetna í alþjóðakerfinu. Að vesturveldin leggi sig fram um að viðhalda því kerfi sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þá meginreglu að afl sé ekki helsti mælikvarðinn á réttlæti. Vissulega hafa vesturveldin ekki alltaf verið trú þeirri hugsun, en þrátt fyrir ýmis mistök trúa fáir því að Kínverjar eða Rússar myndu leiða heiminn til betri vegar í þeim efnum. Það mætti halda áfram að gera athugasemdir við grein Guttorms, en einhverstaðar verða menn að setja niður endapunkt. Það var sagt um vígatilburði Rómverja forðum daga að þeir sköpuðu eyðimörk og kölluðu það frið. Sé það slíkur friður sem Samtök hernaðarandstæðinga telja eftirsóknarvert hlutskipti Úkraínu, eins og skrif formanns þeirra benda til, ættu samtökin að láta af Orwellískri nafngift sinni og taka upp annað sem lýsir afstöðu þeirra betur. Höfundur er MPA nemi við Harvard og MBA nemi við Dartmouth háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Rússland NATO Utanríkismál Hernaður Ísak Rúnarsson Tengdar fréttir Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. 27. janúar 2022 07:31 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hún var falleg í upphafi, ungverska byltingin í október 1956. Mótmælendur æddu á götur út í þúsundatali og kröfðust frelsis undan oki Kremlinnar – kröfðust sjálfsagðra réttinda til sjálfsákvörðunar einstaklinga og þjóðar. Ungversk stjórnvöld virtust ætla að hlusta, þau afnámu eins-flokks ræðið og drógu Ungverjaland út úr Varsjársamningnum, sem var svar Sóvíetmanna við NATÓ. Aðeins örstuttu síðar, eða þann 4. nóvember, æddu þungvopnaðar skriðdrekasveitir inn í Búdapest til að brjóta uppreisnina á bak aftur – í það skiptið var sverðið máttugra en penninn. Innan örfárra klukkustunda hafði Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, verið handsamaður og ekki leið á löngu áður en búið var að koma nýjum stjórnvöldum, sem þóknuðust Moskvu, til valda. Nagy var fangelsaður og tveimur árum síðar tekinn af lífi. Um 2,500 Ungverjar voru drepnir í voðaverkunum og 200,000 til viðbótar flúðu heimili sín í kjölfarið, einhverjir alla leið til Íslands. Hún kom til hugar þessi saga af Ungverjum, þegar ég las í síðustu viku grein Guttorms Þorsteinssonar, formanns Samtaka hernaðarandstæðinga, sem fjallar um mögulega innrás Rússa í Úkraínu sem ýmsir óttast að sé yfirvofandi. Það er vonandi að Úkraínumenn þurfi ekki að búa við sama „frið“ og Ungverjar forðum – þó helst megi lesa í orð Guttorms að Samtök hernaðarandstæðinga hefðu ekkert á móti því. Það mátti aukinheldur skilja á Guttormi, að kenna mætti Bandaríkjunum um uppsafnaðan herafla Rússlands á landamærunum við Úkraínu, miklu frekar en Rússum sjálfum. Bandaríkin stunda „stríðsæsingar“ segir hann og slær hvergi af. Hér er auðvitað verið að ala á Ameríkuandúð og málum snúið svo rækilega á hvolf að tröllabýli Pútíns forseta hefðu ekki getað spunnið betri sögu. Gloppur í grein Guttorms Í fyrsta lagi er NATÓ fyrst og fremst varnarbandalag. Varnarbandalög fela aðeins í sér skuldbindingu til að standa sameiginlega að vörnum bandalagsríkja, ráðist einhver utanaðkomandi að þeim og brjóti þar með gegn fullveldisrétti þeirra. Í NATÓ felst ekki skuldbinding að ráðast inn í önnur ríki að fyrra bragði og á því er að sjálfsögðu reginmunur. Í öðru lagi er stækkun NATÓ fyrst og fremst tilkomin vegna þess að ríkin í Austur-Evrópu óskuðu sjálf eftir inngöngu í NATÓ og beittu þar með fullveldi sínu sem þau höfðu öðlast á ný eftir að þau komust undan þumlinum á Rússum við fall Sóvétríkjanna. Að sjálfsögðu má deila um hvort það hafi verið skynsamlegt að hleypa Austur-Evrópuríkjum inn í bandalagið eða hvort strategískara hefði verið að halda þeim utan við það, í ljósi þess að Rússar myndu með tímanum hefja heimsvaldatilburði sína á ný. Slíkar strategískar raunsæishugleiðingar fela þó um leið í sér viðurkenningu á því að Rússar hafi í raun tilkall til að stýra utanríkismálum Austur-Evrópuríkjanna og að siðir og reglur í alþjóðasamskiptum skipti engu. Miklu nærtækara er að ætla Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum barnslega einfeldni í kjölfar falls Sóvétríkjanna, en þá töldu margir að „sögunni væri lokið“ líkt og Francis Fukuyama komst að orði, en það þýddi að stjórnskipulag vestrænna lýðræðisríkja myndi jafnt og þétt ná yfirtökum í heiminum eftir að Sóvéska líkanið hafði gefið upp öndina. Eins og við þekkjum nú varð það ekki raunin. Í þriðja lagi snúast aðgerðir Rússa um meira en bara NATÓ. Það má ekki gleyma því að innrás Rússa inn í Úkraínu árið 2014 kom í kjölfar þess að Úkraínumenn og Evrópusambandið undirrituðu víðtækan samstarfssamning sem hafði í senn öryggisvídd, efnahagsvídd og jafnvel menningarvídd – í þeim skilningi að með samningnum var Úkraína að stilla sér upp með vestrinu. Í fjórða lagi láist Guttormi að nefna þann samning sem gerður var á milli Úkráinu og Rússlands árið 1994, þar sem bæði ríki féllust á núverandi landamæri (með Krímskaga í Úkraínu). Rússland ábyrgðist öryggi Úkraínu gegn því að hin síðarnefndu létu af hendi öll sín kjarnavopn. Síðan 2014 má líta svo á að sá samningur hafi verið brotinn af hálfu Rússa. Í fimmta lagi má helst skilja Guttorm með þeim hætti að best megi stuðla að friði með því að stinga höfðinu í sandinn, fari svo að Rússar ráðist inn í Úkraínu á ný. Að Íslendingar (og önnur vesturveldi væntanlega líka), eigi að halda áfram samskiptum og viðskiptum við Rússland eins og ekkert hafi í skorist, fari allt á versta veg. Með öðrum orðum að engar afleiðingar eigi að hljótast af stríðsbrölti og innrás í annað ríki. Það getur vart talist mjög andstætt hernaði, þótt samtökin sem hann er í forsvari fyrir kenni sig við slíka andstöðu. Í sjötta lagi gerir hann að engu þá gríðarlegu hagsmuni sem örþjóð eins og Ísland á af því að alþjóðalög og fullveldisréttur sé virtur í hvívetna í alþjóðakerfinu. Að vesturveldin leggi sig fram um að viðhalda því kerfi sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þá meginreglu að afl sé ekki helsti mælikvarðinn á réttlæti. Vissulega hafa vesturveldin ekki alltaf verið trú þeirri hugsun, en þrátt fyrir ýmis mistök trúa fáir því að Kínverjar eða Rússar myndu leiða heiminn til betri vegar í þeim efnum. Það mætti halda áfram að gera athugasemdir við grein Guttorms, en einhverstaðar verða menn að setja niður endapunkt. Það var sagt um vígatilburði Rómverja forðum daga að þeir sköpuðu eyðimörk og kölluðu það frið. Sé það slíkur friður sem Samtök hernaðarandstæðinga telja eftirsóknarvert hlutskipti Úkraínu, eins og skrif formanns þeirra benda til, ættu samtökin að láta af Orwellískri nafngift sinni og taka upp annað sem lýsir afstöðu þeirra betur. Höfundur er MPA nemi við Harvard og MBA nemi við Dartmouth háskóla.
Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. 27. janúar 2022 07:31
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar