Dansinn við íslensku krónuna Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:01 Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun