Dýraverndarsamband Íslands stendur traustum fótum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 31. janúar 2022 16:30 Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun