Dýraverndarsamband Íslands stendur traustum fótum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 31. janúar 2022 16:30 Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun