Hverjum má fórna? Agnar Már Másson skrifar 29. janúar 2022 21:01 Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar