Fótbolti

Ekki á leið til Arsenal eftir að við­ræðurnar fóru í vaskinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arthur Henrique Ramos de Oliveira Melo er ekki á leið til Arsenal.
Arthur Henrique Ramos de Oliveira Melo er ekki á leið til Arsenal. Marco Canoniero/Getty Images

Brasilíski miðjumaðurinn Arthur er ekki á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal á láni eftir að viðræður þess við ítalska félagið fóru í vaskinn. Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni.

Arsenal hefur lánað mann og annan í yfirstandandi félagaskiptaglugga með þá von um að fá menn inn í staðinn. Það hefur ekki gengið til þessa og í gær fór serbneski framherjinn Dušan Vlahović til Juventus en hann hafði verið orðaður við Arsenal.

Lundúnaliðið vonaðist til að fá brasilíska miðjumanninn Arthur Melo í sínar raðir en hann hefur átt erfitt uppdráttar í Tórínó síðan hann gekk í raðir Juventus frá Barcelona haustið 2020.

Svo virðist sem viðræður félaganna hafi siglt í strand og Arthur sé ekki á förum frá Ítalíu nema Arsenal samþykki kröfur Juventus.

Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag og ljóst að Arsenal þarf að hafa hraðar hendur ætli það sér að fá þennan spræka brasilíumann.

Þá er Burnley að reyna fá Aaron Ramsey frá Juventus á meðan ítalska félagið stefnir á að festa kaup á Denis Zakaria áður en glugginn lokar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×