Þingmaðurinn þinn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2022 09:30 Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar