Alþjóðlegur dagur menntunar Ásmundur Einar Daðason skrifar 24. janúar 2022 12:00 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skóla - og menntamál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar