Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 10:01 Deilan snýr að innheimtu innviðagjalds í Vogabyggð, nýju hverfi í Reykjavík sem sést hér. Vísir/Egill. Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Árið 2019 var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Telja að dómur Hæstaréttar geti haft fordæmisgildi um ýmis mál Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Byggði fyrirtækið meðal annars á því að gjaldið væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina, meðal annars á þeim grundvelli að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðdóms. Sérverk óskaði þá eftir heimild til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar, auk þess sem að fyrirtækið telur dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur Hæstaréttar í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem tiltekin voru í leyfisbeiðninni. Var því fallist á beiðnina um áfrýjunarleyfi. Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57 Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00 Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00 Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00 Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Árið 2019 var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Telja að dómur Hæstaréttar geti haft fordæmisgildi um ýmis mál Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Byggði fyrirtækið meðal annars á því að gjaldið væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina, meðal annars á þeim grundvelli að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðdóms. Sérverk óskaði þá eftir heimild til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar, auk þess sem að fyrirtækið telur dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur Hæstaréttar í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem tiltekin voru í leyfisbeiðninni. Var því fallist á beiðnina um áfrýjunarleyfi.
Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57 Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00 Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00 Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00 Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57
Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00
Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15
Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00
Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00
Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30