Getum við dreift störfum um landið eins og saltkornum úr bauk? Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 22. janúar 2022 08:00 Stutta svarið við þessari spurningu er já og þangað stefnum við ótrauð. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að sett verði markmið um hlutfall opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins, en stefnan er að störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Ég veit að margir fagna, enda mikil lífsgæði fólgin í því að búa í því byggðarlagi þar sem fólki líður best. Það er stefna stjórnvalda að fólk eigi raunverulegt val um hvar þar býr og hvar þar starfar. Stjórnarsáttmálinn styður við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu. Lögð er áhersla á að styðja við frjótt umhverfi um allt land. Það er hagur samfélagsins alls að í hverju byggðarlagi búi fólk með ólíka þekkingu og færni. Þar geta grónar atvinnugreinar dafnað við hlið nýrra starfa, samfélög vaxið og ný tækifæri orðið til. Blanda má staðbundnum verkefnum og fjarvinnu Staðbundin störf eru hvers konar umönnun, eftirlits-, þjónustu- og afgreiðsluverkefni sem krefjast samskipta í sama rými. Mörg þessara starfa er þó ekki bundin tilteknum stað heldur tilteknu landsvæði og þau geta flust á milli staða eftir búsetu starfsmanns. Við skilgreiningu staðbundinna starfa getur verið gagnlegt að skipta störfunum í nokkra flokka: Blanda staðbundins hlutastarfs og fjarvinnu. Starf bundið tilteknu landsvæði en hægt að vinna hvar sem er á viðkomandi svæði. Verkefni sem mögulegt er að flytja til stofnana, útibúa eða lögaðila víða um land. Starf sem hægt er að vinna hvaðan sem er óháð staðsetningu. Fyrsta spurningin varðandi öll opinber verkefni ætti alltaf að vera hvort til staðar sé verkefni í dreifðri byggð sem betra væri að leysa með blöndu af staðbundnum verkefnum og fjarvinnu. Er starfsmaðurinn sem er hæfastur í verkið kannski þegar í starfi hjá opinberum aðila? Slík nálgun gæti sparað opinberum aðilum fé, í vinnuaðstöðu og ferðalög. Fyrst þarf að skilgreina störfin Sérhæfð störf og opinber verkefni geta svo sannarlega dreifst um landið með fjarvinnu óháð búsetu. Það er þó engan veginn sama hvernig við skilgreinum staðbundin störf. Þar þarf algerlega að snúa hugsuninni við frá því sem almennt hefur tíðkast. Það þarf að byrja á því að skilgreina störf sem eru staðbundin í dreifbýlustu samfélögunum en ekki öfugt. Störf þar sem hægt er að nota fjarvinnu til að efla og styrkja þjónustu sem eðlilegt er að dreifist um landið. Fyrst er mikilvægt að greina opinber verkefni sem krefjast viðveru starfsmanna á tilteknum stað á landinu án þess að þörf sé á fullu starfi. Þarna býður tæknin upp á ótal tækifæri til þess að skapa eftirsóknarverð störf þar sem staðbundin þjónusta væri tryggð og viðkomandi starfsmaður nýtir vinnuaðstöðu við að leysa fleiri verkefni. Það eru til mörg dæmi um lausnir af þessu tagi. Til dæmis hefur starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Þórshöfn lokið rafrænni skönnun fjölskyldumála á landsvísu samhliða því að þjónusta íbúa Langnesbyggðar. Hjúkrunarfræðingurinn á Borgarfirði eystra sinnir símaþjónustu og fleiri verkefnum hjá HSA frá Borgarfirði eystra og smærri framhaldsskólar hafa lengi nýtt fjarkennslu til að miðla sérhæfðri þekkingu milli skóla. Starfstöðvaklasar eða samvinnuhús Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur einnig fram að styðja eigi uppbyggingu starfsstöðvaklasa. Ýmsar áskoranir fylgja flutningi starfa. Ein þeirra er aðgengi að aðlaðandi vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Til að mæta þeirri áskorun hefur starfstöðvaklösum eða samvinnuhúsum verið komið upp víða, og annars staðar er slík aðstaða í undirbúningi. Þar eru starfstöðvar, útibú eða aðstaða fyrir stök störf hjá opinberum eða einkaaðilum. Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um slíka aðstöðu og sett fram á sérstöku korti. Á kortinu eru nú um 100 mögulegar starfsstöðvar og uppbygging samvinnuhúsa á að verða hluti af byggðaáætlun. Horfum til framtíðar Leiðarstefið birtist í stjórnarsáttmálanum, og ég hlakka til að fylgja því eftir í mínum störfum á Alþingi á kjörtímabilinu. Ef rétt er á málum haldið geta sett markmið valdið straumhvörfum í rekstri opinberra verkefna og byggðaþróun. Það þarf stefnu og aðgerðir, þekkingu og tækni, en stærsta verkefnið er að breyta hugsun og menningu þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin. Það þarf fólk til að færa störf. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líneik Anna Sævarsdóttir Byggðamál Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Stutta svarið við þessari spurningu er já og þangað stefnum við ótrauð. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að sett verði markmið um hlutfall opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins, en stefnan er að störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Ég veit að margir fagna, enda mikil lífsgæði fólgin í því að búa í því byggðarlagi þar sem fólki líður best. Það er stefna stjórnvalda að fólk eigi raunverulegt val um hvar þar býr og hvar þar starfar. Stjórnarsáttmálinn styður við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu. Lögð er áhersla á að styðja við frjótt umhverfi um allt land. Það er hagur samfélagsins alls að í hverju byggðarlagi búi fólk með ólíka þekkingu og færni. Þar geta grónar atvinnugreinar dafnað við hlið nýrra starfa, samfélög vaxið og ný tækifæri orðið til. Blanda má staðbundnum verkefnum og fjarvinnu Staðbundin störf eru hvers konar umönnun, eftirlits-, þjónustu- og afgreiðsluverkefni sem krefjast samskipta í sama rými. Mörg þessara starfa er þó ekki bundin tilteknum stað heldur tilteknu landsvæði og þau geta flust á milli staða eftir búsetu starfsmanns. Við skilgreiningu staðbundinna starfa getur verið gagnlegt að skipta störfunum í nokkra flokka: Blanda staðbundins hlutastarfs og fjarvinnu. Starf bundið tilteknu landsvæði en hægt að vinna hvar sem er á viðkomandi svæði. Verkefni sem mögulegt er að flytja til stofnana, útibúa eða lögaðila víða um land. Starf sem hægt er að vinna hvaðan sem er óháð staðsetningu. Fyrsta spurningin varðandi öll opinber verkefni ætti alltaf að vera hvort til staðar sé verkefni í dreifðri byggð sem betra væri að leysa með blöndu af staðbundnum verkefnum og fjarvinnu. Er starfsmaðurinn sem er hæfastur í verkið kannski þegar í starfi hjá opinberum aðila? Slík nálgun gæti sparað opinberum aðilum fé, í vinnuaðstöðu og ferðalög. Fyrst þarf að skilgreina störfin Sérhæfð störf og opinber verkefni geta svo sannarlega dreifst um landið með fjarvinnu óháð búsetu. Það er þó engan veginn sama hvernig við skilgreinum staðbundin störf. Þar þarf algerlega að snúa hugsuninni við frá því sem almennt hefur tíðkast. Það þarf að byrja á því að skilgreina störf sem eru staðbundin í dreifbýlustu samfélögunum en ekki öfugt. Störf þar sem hægt er að nota fjarvinnu til að efla og styrkja þjónustu sem eðlilegt er að dreifist um landið. Fyrst er mikilvægt að greina opinber verkefni sem krefjast viðveru starfsmanna á tilteknum stað á landinu án þess að þörf sé á fullu starfi. Þarna býður tæknin upp á ótal tækifæri til þess að skapa eftirsóknarverð störf þar sem staðbundin þjónusta væri tryggð og viðkomandi starfsmaður nýtir vinnuaðstöðu við að leysa fleiri verkefni. Það eru til mörg dæmi um lausnir af þessu tagi. Til dæmis hefur starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Þórshöfn lokið rafrænni skönnun fjölskyldumála á landsvísu samhliða því að þjónusta íbúa Langnesbyggðar. Hjúkrunarfræðingurinn á Borgarfirði eystra sinnir símaþjónustu og fleiri verkefnum hjá HSA frá Borgarfirði eystra og smærri framhaldsskólar hafa lengi nýtt fjarkennslu til að miðla sérhæfðri þekkingu milli skóla. Starfstöðvaklasar eða samvinnuhús Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur einnig fram að styðja eigi uppbyggingu starfsstöðvaklasa. Ýmsar áskoranir fylgja flutningi starfa. Ein þeirra er aðgengi að aðlaðandi vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Til að mæta þeirri áskorun hefur starfstöðvaklösum eða samvinnuhúsum verið komið upp víða, og annars staðar er slík aðstaða í undirbúningi. Þar eru starfstöðvar, útibú eða aðstaða fyrir stök störf hjá opinberum eða einkaaðilum. Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um slíka aðstöðu og sett fram á sérstöku korti. Á kortinu eru nú um 100 mögulegar starfsstöðvar og uppbygging samvinnuhúsa á að verða hluti af byggðaáætlun. Horfum til framtíðar Leiðarstefið birtist í stjórnarsáttmálanum, og ég hlakka til að fylgja því eftir í mínum störfum á Alþingi á kjörtímabilinu. Ef rétt er á málum haldið geta sett markmið valdið straumhvörfum í rekstri opinberra verkefna og byggðaþróun. Það þarf stefnu og aðgerðir, þekkingu og tækni, en stærsta verkefnið er að breyta hugsun og menningu þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin. Það þarf fólk til að færa störf. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun