Alvarlegir gallar á rannsókn ÖBÍ, ASÍ og BSRB um stöðu fólks Lúðvík Júlíusson skrifar 21. janúar 2022 15:01 Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar