Alvarlegir gallar á rannsókn ÖBÍ, ASÍ og BSRB um stöðu fólks Lúðvík Júlíusson skrifar 21. janúar 2022 15:01 Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun