Ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 17. janúar 2022 12:00 Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun