Samfélagið og fötlunarfordómar Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 8. janúar 2022 09:01 Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun