SPICE og önnur „ný“ efni Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 07:02 Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar