Telur Kári Stefánsson ráðherra undirskriftarhandbendi embættismanna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. desember 2021 19:00 Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar