Spice fer að narta í hælana á kannabisi hjá Foreldrahúsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 22:20 Sigríður Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún segir foreldra áhyggjufulla yfir aukinni neyslu efnisins. Vísir/Sigurjón Aukning hefur orðið á neyslu unglinga á eiturlyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunnskólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nemenda sinna en erfitt er að ná utan um umfang vandamálsins því krakkarnir eiga auðvelt með að fela hana. Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk. Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk.
Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira