Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 21. desember 2021 07:30 Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Viðreisn Alþingi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun