Keppandi Suður-Afríku í Ungfrú alheimi fær líflátshótanir Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. desember 2021 08:00 Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar