105 ár Framsóknar fyrir íslenskt samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 16. desember 2021 19:01 Kæri lesandi. Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu. Framsókn er miðjuflokkur sem hefur samvinnu að leiðarljósi í störfum sínum. Hún hafnar öfgum, hvort sem þær eru kenndar við hægri eða vinstri eða aðra ása, og leitar eftir sátt og samvinnu um leiðir og niðurstöðu sem eru almenningi til heilla. Það er samvinnan sem hefur skilað okkur á Íslandi svo hratt áfram í þróun samfélagsins. Samtakamáttur og samvinnu eru lykillinn að framförum. Við í Framsókn horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálahreyfingar nái háum aldri. Til þess að svo megi verða þurfa þær að vera síkvikar og hrærast með samfélaginu sem þær eru hluti af, samfélaginu sem þær þjóna. Það erindi sem Framsókn hefur í stjórnmálum á Íslandi er mikið eins og sýndi sig í kosningasigri haustsins. Erindið er margþætt en byggir á því sem var meitlað orð fyrir löngu síðan: Vinna, vöxtur, velferð. Án öflugs atvinnulífs verður ekki hægt að halda úti öflugu velferðarkerfi. Undirstaða framfaranna er einnig áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra í sínu lífi með góðri menntun og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Frá því Framsókn varð til í desember 1916 hefur hún alltaf lagt áherslu á öflugt atvinnulíf um allt land. Smátt og smátt hefur stoðum efnahagslífsins fjölgað og þær gildnað: Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, ferðaþjónusta og nú síðast skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Við okkur blasa miklar áskoranir vegna loftslagsbreytinga en í þeim áskorunum felast líka tækifæri fyrir land sem byggir á grænni orku. Kæri lesandi. Framsókn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir umbótum í íslensku samfélagi, landsmönnum til heilla. Ég þakka þann mikla stuðning sem Framsókn hefur hlotið í gegnum tíðina og þá ekki síst í kosningasigri ársins 2021. Framtíðin er græn, hún er björt, og hún ræðst á miðjunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Tímamót Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi. Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu. Framsókn er miðjuflokkur sem hefur samvinnu að leiðarljósi í störfum sínum. Hún hafnar öfgum, hvort sem þær eru kenndar við hægri eða vinstri eða aðra ása, og leitar eftir sátt og samvinnu um leiðir og niðurstöðu sem eru almenningi til heilla. Það er samvinnan sem hefur skilað okkur á Íslandi svo hratt áfram í þróun samfélagsins. Samtakamáttur og samvinnu eru lykillinn að framförum. Við í Framsókn horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálahreyfingar nái háum aldri. Til þess að svo megi verða þurfa þær að vera síkvikar og hrærast með samfélaginu sem þær eru hluti af, samfélaginu sem þær þjóna. Það erindi sem Framsókn hefur í stjórnmálum á Íslandi er mikið eins og sýndi sig í kosningasigri haustsins. Erindið er margþætt en byggir á því sem var meitlað orð fyrir löngu síðan: Vinna, vöxtur, velferð. Án öflugs atvinnulífs verður ekki hægt að halda úti öflugu velferðarkerfi. Undirstaða framfaranna er einnig áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra í sínu lífi með góðri menntun og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Frá því Framsókn varð til í desember 1916 hefur hún alltaf lagt áherslu á öflugt atvinnulíf um allt land. Smátt og smátt hefur stoðum efnahagslífsins fjölgað og þær gildnað: Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, ferðaþjónusta og nú síðast skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Við okkur blasa miklar áskoranir vegna loftslagsbreytinga en í þeim áskorunum felast líka tækifæri fyrir land sem byggir á grænni orku. Kæri lesandi. Framsókn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir umbótum í íslensku samfélagi, landsmönnum til heilla. Ég þakka þann mikla stuðning sem Framsókn hefur hlotið í gegnum tíðina og þá ekki síst í kosningasigri ársins 2021. Framtíðin er græn, hún er björt, og hún ræðst á miðjunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun