Skammdegið - þú veist Martha Árnadóttir skrifar 15. desember 2021 12:00 Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun