Safn Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsið – Takk Una Dóra! Ellen Calmon skrifar 13. desember 2021 18:01 Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Myndlist Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun