Safn Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsið – Takk Una Dóra! Ellen Calmon skrifar 13. desember 2021 18:01 Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Myndlist Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun