Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 14. desember 2021 08:01 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun