Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 14. desember 2021 08:01 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun