Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Bjarni Bjarnason skrifar 10. desember 2021 08:00 Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bjarni Bjarnason Vindorka Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun