Skipulagsstefna ÁTVR Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 4. desember 2021 07:02 Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar