Við þurfum meira af grænu orkunni okkar Gunnar Guðni Tómasson skrifar 3. desember 2021 14:01 Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Vindorka Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun