Nú verða stjórnvöld að bregðast við! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Það liggur fyrir að verðlagshækkanir frá heildsölum og framleiðendum hafa verið 3–10% í nóvember og 5–12% í desember. Nú berast tilkynningar um hækkanir í janúar sem nema frá 5 – 25%. Þetta eru svakalegar tölur. En af hverju er þetta ekkert rætt? Hvað er eiginlega í gangi hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum? Þessar miklu hækkanir sem hrúgast yfir samfélagið eru að langmestu leiti vegna erlendra hækkana sem skýrast að mestu á hærri framleiðslukostnaði, vegna hækkun hrávöruverðs, orku og umbúða. Það blasir við að aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara. Það blasir við að verð á nauðsynjavörum, sem hefur hækkað mikið, mun hækka enn meira og mun leggjast að fullum þunga á verðlag og vísitölu á næsta ári. Er það virkilega þannig að stjórnvöld og Seðlabankinn ætli að vera með hausinn í sandinum og kenna kjarasamningum á íslenskum vinnamarkaði um stöðuna? Það blasir við að þær kenningar standast ekki nokkra einustu skoðun. Það er enn tími til að bregðast við en það er ekki von á góðu ef hið opinbera tekur áróður gegn launahækkunum sem heilagan sannleik og rót verðbólgunnar þegar annað blasir við. Við þurfum aðgerðir tafarlaust. Það er margt sem bendir til þess að þetta ástand sé tímabundið en mun hinsvegar hafa hrikalegar afleiðingar ef ekkert er gert. Afleiðingar sem munu hækka kostnað við að lifa og á endanum þrýsta enn frekar á hærri húsnæðiskostnað í formi hærri vaxta og verðbólgu á lán og leigusamninga. Það er einfaldlega ekki í boði að sitja með hendur í skauti þegar hið augljósa blasir við. Við þurfum að lækka eða afnema virðisaukaskatt á nauðsynjavöru og lækka olíugjald, tímabundið. Tímabundnar aðgerðir til að bregðast við því fyrirsjáanlega. Að öðrum kosti verður verkalýðshreyfingin nauðbeygð til að sækja hverja einustu krónu sem tapast af ráðstöfunartekjum félagsmanna okkar í næstu kjarasamningum. Ég er sannfærður um að félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar munu standa með okkur sem bendum á leiðir til lausna frekar sem sofandi stjórnvaldi sem virðist falla flatt fyrir áróðri sérhagsmuna. Það er ekki erfitt að skapa stemningu fyrir átökum á vinnumarkaði þegar þrengir að lífskjörum fólks. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skattar og tollar Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir að verðlagshækkanir frá heildsölum og framleiðendum hafa verið 3–10% í nóvember og 5–12% í desember. Nú berast tilkynningar um hækkanir í janúar sem nema frá 5 – 25%. Þetta eru svakalegar tölur. En af hverju er þetta ekkert rætt? Hvað er eiginlega í gangi hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum? Þessar miklu hækkanir sem hrúgast yfir samfélagið eru að langmestu leiti vegna erlendra hækkana sem skýrast að mestu á hærri framleiðslukostnaði, vegna hækkun hrávöruverðs, orku og umbúða. Það blasir við að aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara. Það blasir við að verð á nauðsynjavörum, sem hefur hækkað mikið, mun hækka enn meira og mun leggjast að fullum þunga á verðlag og vísitölu á næsta ári. Er það virkilega þannig að stjórnvöld og Seðlabankinn ætli að vera með hausinn í sandinum og kenna kjarasamningum á íslenskum vinnamarkaði um stöðuna? Það blasir við að þær kenningar standast ekki nokkra einustu skoðun. Það er enn tími til að bregðast við en það er ekki von á góðu ef hið opinbera tekur áróður gegn launahækkunum sem heilagan sannleik og rót verðbólgunnar þegar annað blasir við. Við þurfum aðgerðir tafarlaust. Það er margt sem bendir til þess að þetta ástand sé tímabundið en mun hinsvegar hafa hrikalegar afleiðingar ef ekkert er gert. Afleiðingar sem munu hækka kostnað við að lifa og á endanum þrýsta enn frekar á hærri húsnæðiskostnað í formi hærri vaxta og verðbólgu á lán og leigusamninga. Það er einfaldlega ekki í boði að sitja með hendur í skauti þegar hið augljósa blasir við. Við þurfum að lækka eða afnema virðisaukaskatt á nauðsynjavöru og lækka olíugjald, tímabundið. Tímabundnar aðgerðir til að bregðast við því fyrirsjáanlega. Að öðrum kosti verður verkalýðshreyfingin nauðbeygð til að sækja hverja einustu krónu sem tapast af ráðstöfunartekjum félagsmanna okkar í næstu kjarasamningum. Ég er sannfærður um að félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar munu standa með okkur sem bendum á leiðir til lausna frekar sem sofandi stjórnvaldi sem virðist falla flatt fyrir áróðri sérhagsmuna. Það er ekki erfitt að skapa stemningu fyrir átökum á vinnumarkaði þegar þrengir að lífskjörum fólks. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar