Velkomin í hverfið mitt Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 1. desember 2021 07:30 Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun