Fótbolti

Arsenal og Tottenham bítast um sænskt ungstirni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Juve.
Hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Juve. vísir/getty

Sænska ungstirnið Dejan Kulusevski á sér ekki framtíð hjá ítalska stórveldinu Juventus og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum leitar félagið nú leiða til að losna við þennan 21 árs gamla leikmann þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Lundúnarliðin Arsenal og Tottenham munu líklega bítast um þennan sænska landsliðsmann en Juventus vill fá 30 milljónir punda fyrir Kulusevski sem kom til Juventus frá Parma fyrir einu og hálfu ári síðan.

Hann byrjaði vel hjá Juventus á síðasta tímabili en síðan hefur hallað hratt undan fæti og hefur hann aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu á yfirstandandi leiktíð.

Man City og PSG voru talin áhugasöm um að fá þennan efnilega leikmann til liðs við sig en sá áhugi hefur dvínað og má ætla að hann gangi í raðir annað hvort Arsenal eða Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×