Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 22:00 Það fór varla fram hjá flestum í vikunni að Svartur föstudagur væri í nánd. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, segja mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvað það er að kaupa. Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. Svartur föstudagur nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju árinu sem líður en verslanir keppast við að bjóða upp á ýmis konar tilboð í tilefni dagsins, og teygja jafnvel tilboð yfir nokkra daga. Mikilvægt er þó að neytendur séu vakandi. „Það er ýmislegt sem við þurfum að huga að. Til dæmis þurfum við að huga að því að afsláttarhlutfallið er ekkert endilega það sem við þurfum að líta eingöngu til, heldur líka verðsins í heild,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendastofu. Dæmi eru þó um að einstakar verslanir hækki verð á stórum tilboðsdögum, aðeins til að geta boðið upp á hærri afslátt. Að sögn Breka komu nokkrar slíkar tilkynningar upp fyrr í mánuðinum eftir Dag einhleypra, eða Singles day. „Langflest fyrirtæki, og verslanir, þau standa sig vel en það eru alltaf svartir sauðir þarna inni á milli og því miður fáum við alltaf tilkynningar um einhverjar verslanir sem eru að beita þessum bellibrögðum, á hverju ári.“ „Svo þurfum við líka að hugsa til þess að á þessum dögum, kaupgleðidögum sem hafa verið trommaðir upp á undanförnum árum, sem eru að hvetja okkur til að kaupa og kaupa og neyta og neyta, það hefur afleiðingar út fyrir okkur sjálf,“ segir Breki. Hann bendir á umhverfissjónarmið í því samhengi, meðal annars þar sem fataiðnaðurinn er ábyrgur fyrir um átta prósentum af gróðurhúsalofttegundum sem hleypt er út í andrúmsloftið á hverju ári. „Það er um að gera að neytendur séu á varðbergi og muna það að vissulega er hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð,“ segir Breki. Tilboðsdagar ekki endilega slæmir Umhverfismál hafa verið í brennidepli undanfarið, nú síðast eftir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, þar sem aukin neysla heimsbyggðarinnar var meðal annars til umræðu. Hópurinn Extinction Rebellion skipulögðu til að mynda mótmæli vegna dagsins við byggingar verslunarrisans Amazon í Bretlandi vegna umhverfismála. Neysla Íslendinga var sérstaklega til umræðu á málþingi í kringum Dag einhleypra þar sem rætt var um leiðir til að vera umhverfisvænn á stórum tilboðsdögum. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, segir neyslu sem slíka ekki endilega slæma. „Þetta er ekkert alslæmt. Vöruverð á Íslandi er mjög hátt og það fagna því náttúrulega allir að geta fengið smá afslátt, og því ber að fagna, og ef maður er skipulagður þá er hægt að nýta þessa daga mjög vel. En staðreyndin er held ég sú að Íslendingar eru ekkert mjög skipulagðir og fara kannski fram úr sér á þessum dögum,“ segir Rakel. Hún segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvaðan varan komi og sleppi því að kaupa hluti einfaldlega til að kaupa. Einhvers konar hugsunarbreyting þurfi að eiga sér stað. „Margir kaupa sér því þeir eru að leita að hamingju eða gleði eða finnst þeim vanta eitthvað og eru fastir í einhverju gömlu, að það verði enginn glaður á jólunum nema að fá einhvern hlut. Það er kannski þetta sem við megum endurskoða,“ segir Rakel. „Oft er gaman að gefa frekar bara einhverjar upplifanir, eitthvað eins og snyrtivörur, sápur, eitthvað matarkyns, eitthvað sem maður getur neytt og nýtist frekar en enn eina styttuna upp í hillu.“ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. 25. nóvember 2021 23:00 Katrín vill „svartan fössara“ Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. 16. nóvember 2021 14:35 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Svartur föstudagur nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju árinu sem líður en verslanir keppast við að bjóða upp á ýmis konar tilboð í tilefni dagsins, og teygja jafnvel tilboð yfir nokkra daga. Mikilvægt er þó að neytendur séu vakandi. „Það er ýmislegt sem við þurfum að huga að. Til dæmis þurfum við að huga að því að afsláttarhlutfallið er ekkert endilega það sem við þurfum að líta eingöngu til, heldur líka verðsins í heild,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendastofu. Dæmi eru þó um að einstakar verslanir hækki verð á stórum tilboðsdögum, aðeins til að geta boðið upp á hærri afslátt. Að sögn Breka komu nokkrar slíkar tilkynningar upp fyrr í mánuðinum eftir Dag einhleypra, eða Singles day. „Langflest fyrirtæki, og verslanir, þau standa sig vel en það eru alltaf svartir sauðir þarna inni á milli og því miður fáum við alltaf tilkynningar um einhverjar verslanir sem eru að beita þessum bellibrögðum, á hverju ári.“ „Svo þurfum við líka að hugsa til þess að á þessum dögum, kaupgleðidögum sem hafa verið trommaðir upp á undanförnum árum, sem eru að hvetja okkur til að kaupa og kaupa og neyta og neyta, það hefur afleiðingar út fyrir okkur sjálf,“ segir Breki. Hann bendir á umhverfissjónarmið í því samhengi, meðal annars þar sem fataiðnaðurinn er ábyrgur fyrir um átta prósentum af gróðurhúsalofttegundum sem hleypt er út í andrúmsloftið á hverju ári. „Það er um að gera að neytendur séu á varðbergi og muna það að vissulega er hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð,“ segir Breki. Tilboðsdagar ekki endilega slæmir Umhverfismál hafa verið í brennidepli undanfarið, nú síðast eftir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, þar sem aukin neysla heimsbyggðarinnar var meðal annars til umræðu. Hópurinn Extinction Rebellion skipulögðu til að mynda mótmæli vegna dagsins við byggingar verslunarrisans Amazon í Bretlandi vegna umhverfismála. Neysla Íslendinga var sérstaklega til umræðu á málþingi í kringum Dag einhleypra þar sem rætt var um leiðir til að vera umhverfisvænn á stórum tilboðsdögum. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, segir neyslu sem slíka ekki endilega slæma. „Þetta er ekkert alslæmt. Vöruverð á Íslandi er mjög hátt og það fagna því náttúrulega allir að geta fengið smá afslátt, og því ber að fagna, og ef maður er skipulagður þá er hægt að nýta þessa daga mjög vel. En staðreyndin er held ég sú að Íslendingar eru ekkert mjög skipulagðir og fara kannski fram úr sér á þessum dögum,“ segir Rakel. Hún segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvaðan varan komi og sleppi því að kaupa hluti einfaldlega til að kaupa. Einhvers konar hugsunarbreyting þurfi að eiga sér stað. „Margir kaupa sér því þeir eru að leita að hamingju eða gleði eða finnst þeim vanta eitthvað og eru fastir í einhverju gömlu, að það verði enginn glaður á jólunum nema að fá einhvern hlut. Það er kannski þetta sem við megum endurskoða,“ segir Rakel. „Oft er gaman að gefa frekar bara einhverjar upplifanir, eitthvað eins og snyrtivörur, sápur, eitthvað matarkyns, eitthvað sem maður getur neytt og nýtist frekar en enn eina styttuna upp í hillu.“
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. 25. nóvember 2021 23:00 Katrín vill „svartan fössara“ Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. 16. nóvember 2021 14:35 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. 25. nóvember 2021 23:00
Katrín vill „svartan fössara“ Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. 16. nóvember 2021 14:35
Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51