Friðhelgi bólusettra Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2021 14:00 Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Að sögn formanns hennar er það gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sjálfboðaliðar smitist af hinni umtöluðu veiru. Af augljósum ástæðum eru það einungis bólusettir sem framvísa upplýsingum um bólusetningu. Um skoðun nefndarinnar á þeim upplýsingum gilda ótvírætt lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Í þessari stuttu grein rekur höfundur ástæður þess að ráðstöfun nefndarinnar samræmist ekki persónuverndarlögum. Heimild í persónuverndarlögum þarf að vera til staðar Til þess að skoðun á vottorðum einstaklinga geti farið fram þarf heimild í persónuverndarlögum að vera til staðar. Slík heimild getur til dæmis verið samþykki einstaklinga eða að hagsmunir annarra vegi það þungt að rétt þykir að ganga á friðhelgi annarra einstaklinga. Eflaust munu flestir sem leggja leið sína í úthlutunarstöð nefndarinnar sýna bólusetningarvottorðið án vandkvæða, þ.e. samþykkja að sýna það. Samþykkið myndi þó ekki standast kröfur persónuverndarlaga, enda er bólusetningarvottorðið skilyrði fyrir komu á úthlutunarstöðina og er þá um þvingað samþykki að ræða. Til skoðunar kæmu þá hagsmunir annarra, en líkt og áður er rakið hefur formaður nefndarinnar vísað til þeirrar hættu að sjálfboðaliðar smitist við störf sín. Ekki verður um það deilt að markmiðið er málefnalegt og lögmætt. Á móti kemur að ráðstöfunin, þ.e. að skoða vottorð bólusettra, þarf að vera nauðsynleg til þess að ná því markmiði, þ.e. að tryggja heilsu sjálfboðaliða. Hættan af bólusettum einstaklingum er líka til staðar Sóttvarnalæknir minntist á þá staðreynd á dögunum að bylgjan sem nú geisar er ekki drifin áfram af óbólusettum einstaklingum. Taldi hann forsendur til að mismuna einstaklingum ekki vera til staðar, enda smita bólusettir út frá sér líkt og þeir sem eru óbólusettir. Af því leiðir að hættunni fyrir sjálfboðaliða Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður ekki afstýrt þótt þangað komi einungis bólusettir einstaklingar. Skoðun nefndarinnar á bólusetningarvottorðum er því ekki nauðsynleg ráðstöfun og telst með sömu rökum ólögmæt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Að sögn formanns hennar er það gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sjálfboðaliðar smitist af hinni umtöluðu veiru. Af augljósum ástæðum eru það einungis bólusettir sem framvísa upplýsingum um bólusetningu. Um skoðun nefndarinnar á þeim upplýsingum gilda ótvírætt lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Í þessari stuttu grein rekur höfundur ástæður þess að ráðstöfun nefndarinnar samræmist ekki persónuverndarlögum. Heimild í persónuverndarlögum þarf að vera til staðar Til þess að skoðun á vottorðum einstaklinga geti farið fram þarf heimild í persónuverndarlögum að vera til staðar. Slík heimild getur til dæmis verið samþykki einstaklinga eða að hagsmunir annarra vegi það þungt að rétt þykir að ganga á friðhelgi annarra einstaklinga. Eflaust munu flestir sem leggja leið sína í úthlutunarstöð nefndarinnar sýna bólusetningarvottorðið án vandkvæða, þ.e. samþykkja að sýna það. Samþykkið myndi þó ekki standast kröfur persónuverndarlaga, enda er bólusetningarvottorðið skilyrði fyrir komu á úthlutunarstöðina og er þá um þvingað samþykki að ræða. Til skoðunar kæmu þá hagsmunir annarra, en líkt og áður er rakið hefur formaður nefndarinnar vísað til þeirrar hættu að sjálfboðaliðar smitist við störf sín. Ekki verður um það deilt að markmiðið er málefnalegt og lögmætt. Á móti kemur að ráðstöfunin, þ.e. að skoða vottorð bólusettra, þarf að vera nauðsynleg til þess að ná því markmiði, þ.e. að tryggja heilsu sjálfboðaliða. Hættan af bólusettum einstaklingum er líka til staðar Sóttvarnalæknir minntist á þá staðreynd á dögunum að bylgjan sem nú geisar er ekki drifin áfram af óbólusettum einstaklingum. Taldi hann forsendur til að mismuna einstaklingum ekki vera til staðar, enda smita bólusettir út frá sér líkt og þeir sem eru óbólusettir. Af því leiðir að hættunni fyrir sjálfboðaliða Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður ekki afstýrt þótt þangað komi einungis bólusettir einstaklingar. Skoðun nefndarinnar á bólusetningarvottorðum er því ekki nauðsynleg ráðstöfun og telst með sömu rökum ólögmæt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun