Enski boltinn

Stjóri Chelsea sagður fá drauma­leik­mann og ná honum á undan Liver­pool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jorginho faðmar hér landa sinn Federico Chiesea eftir leik Chelsea og Juventus í Meistaradeildinni en þeir gætu mögulega orðið liðsfélagar í félagsliði eins og með ítalska landsliðinu.
Jorginho faðmar hér landa sinn Federico Chiesea eftir leik Chelsea og Juventus í Meistaradeildinni en þeir gætu mögulega orðið liðsfélagar í félagsliði eins og með ítalska landsliðinu. Getty/Chris Brunskill

Chelsea hefur verið ósigrandi að undanförnu og er á toppnum bæði í ensku úrvalsdeildinni og í sínum riðli í Meistaradeildinni. Nú gæti frábært lið orðið enn betra.

Chelsea er að íhuga risatilboð í eina af hetjum ítalska landsliðsins frá því á Evrópumótinu í sumar samkvæmt fréttum frá Ítalíu.

Thomas Tuchel hefur mikinn áhuga á að því að fá Federico Chiesa til Chelsea og það lítur út fyrir það að hann hafi fengið grænt ljós frá eigandanum Roman Abramovich.

Chelsea hefur mikla breidd en meiðsli framherjanna Romelu Lukaku og Timo Werner á síðustu viku sýndi að það vantar mögulega meiri breidd í framherjahópinn.

Ítalska blaðið Calciomercato slær því upp að Federico Chiesa sé draumaleikmaður fyrir Tuchel og að að hann sé að fá peninga frá Roman til að koma með risatilboð í Chiesa.

Bæði Chelsea og Liverpool biðu í Chiesa í sumar samkvæmt fréttum úti en Juventus hafnaði víst áttatíu milljóna punda tilboði frá þeim báðum.

Eignarhaldið á Chiesa er reyndar svolítið flókið. Hann er í raun leikmaður Fiorentina en á er á seinna ári sínu á lánssamningi hjá Juventus. Juventus er hins vegar með kauprétt á honum fyrir fjörutíu milljónir punda og það er því Juve að selja hann.

Chiesa stóð sig mjög vel með ítalska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann hefur ekki verið mikill markaskorari en mjög skapandi og öflugur sóknarmaður engu að síður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×