FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 14:45 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. Grein FÍB ber fyrirsögnina „Það tók 10 mínútur að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvár,“ og var birt á vef FÍB í gær. Þar segir að á hluthafafundi tryggingafélagsins í október síðastliðnum hafi samþykkt verið að greiða hluthöfum félagsins 2,5 milljarða króna til að laga fjármagnsskipan félagsins, eins og segir í fundargerð tryggingafélagsins Sjóvár. „Á mæltu máli þýðir þetta að Sjóvá hafi safnað mun meiri fjármunum í sjóði sína en þurfti til að standa undir tryggingastarfseminni,“ segir enn fremur í grein FÍB. Þá segir að félagið hafi einnig borgað þeim 2,65 milljarða króna í arð vegna ársins 2020 og samtals hafi hluthafar Sjóvár því fengið 5,15 milljarða króna frá tryggingafélaginu. Staða tryggingafélaganna sérstök Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við fréttastofu að iðgjöldin sem neytendur greiði séu í fyrsta lagi allt of há. Ökutækjatryggingar eru lögbundnar, sem merkir að óheimilt er að aka bíl án þar til gerðra ökutækjatrygginga, og sé staða tryggingafélaganna því sérstök. „Á sama tíma og félögin kvarta yfir taprekstri - þó allar kennitölur veiti vísbendingu um annað, þá sýnir það sig svolítið líka hvernig það er lag til gríðarlegra arðgreiðslna. Hins vegar virðist ekki vera neitt lag til að bæta kjör viðskiptavina,“ segir Runólfur. Runólfur telur einnig að félögin geri neytendum erfitt fyrir þegar að því kemur að kaupa ökutækjatryggingar. Torvelt geti verið að nálgast verðsamanburð, enda þurfi sérstaklega að óska eftir tilboði, til dæmis með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á síðu tryggingafélags. Krefst aukins gagnsæis Runólfur nefnir að tryggingafélögin ættu tvímælalaust að halda uppi meira gagnsæi, þannig að hægt sé að bera saman mismunandi verð trygginganna og sundurliðun með nákvæmari hætti. Ökutækjatryggingar séu yfirleitt sambærilegar og því ætti að vera auðvelt að birta þetta með skýrari hætti. „Eðlilegt væri að það sé einhvers konar gátt til þess að gera verðsamanburð. Nú verður að vera með kennitölu og fólki er þetta gert erfiðara fyrir. Við vitum ekki hvernig þessi verð eru ákveðin. Þetta er auðvitað hluti af neyslu almennings sem að kemur öllum við og er stór hluti af útgjöldum heimilanna,“ segir Runólfur. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur áður fjallað um málið, en síðast í september greindi fréttastofa frá því að FÍB hafi sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Ástæðan kvörtunarinnar var meint hagsmunagæsla framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrir hönd tryggingafélaganna. Tryggingar Neytendur Samkeppnismál Bílar Sjóvá Tengdar fréttir Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Grein FÍB ber fyrirsögnina „Það tók 10 mínútur að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvár,“ og var birt á vef FÍB í gær. Þar segir að á hluthafafundi tryggingafélagsins í október síðastliðnum hafi samþykkt verið að greiða hluthöfum félagsins 2,5 milljarða króna til að laga fjármagnsskipan félagsins, eins og segir í fundargerð tryggingafélagsins Sjóvár. „Á mæltu máli þýðir þetta að Sjóvá hafi safnað mun meiri fjármunum í sjóði sína en þurfti til að standa undir tryggingastarfseminni,“ segir enn fremur í grein FÍB. Þá segir að félagið hafi einnig borgað þeim 2,65 milljarða króna í arð vegna ársins 2020 og samtals hafi hluthafar Sjóvár því fengið 5,15 milljarða króna frá tryggingafélaginu. Staða tryggingafélaganna sérstök Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við fréttastofu að iðgjöldin sem neytendur greiði séu í fyrsta lagi allt of há. Ökutækjatryggingar eru lögbundnar, sem merkir að óheimilt er að aka bíl án þar til gerðra ökutækjatrygginga, og sé staða tryggingafélaganna því sérstök. „Á sama tíma og félögin kvarta yfir taprekstri - þó allar kennitölur veiti vísbendingu um annað, þá sýnir það sig svolítið líka hvernig það er lag til gríðarlegra arðgreiðslna. Hins vegar virðist ekki vera neitt lag til að bæta kjör viðskiptavina,“ segir Runólfur. Runólfur telur einnig að félögin geri neytendum erfitt fyrir þegar að því kemur að kaupa ökutækjatryggingar. Torvelt geti verið að nálgast verðsamanburð, enda þurfi sérstaklega að óska eftir tilboði, til dæmis með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á síðu tryggingafélags. Krefst aukins gagnsæis Runólfur nefnir að tryggingafélögin ættu tvímælalaust að halda uppi meira gagnsæi, þannig að hægt sé að bera saman mismunandi verð trygginganna og sundurliðun með nákvæmari hætti. Ökutækjatryggingar séu yfirleitt sambærilegar og því ætti að vera auðvelt að birta þetta með skýrari hætti. „Eðlilegt væri að það sé einhvers konar gátt til þess að gera verðsamanburð. Nú verður að vera með kennitölu og fólki er þetta gert erfiðara fyrir. Við vitum ekki hvernig þessi verð eru ákveðin. Þetta er auðvitað hluti af neyslu almennings sem að kemur öllum við og er stór hluti af útgjöldum heimilanna,“ segir Runólfur. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur áður fjallað um málið, en síðast í september greindi fréttastofa frá því að FÍB hafi sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Ástæðan kvörtunarinnar var meint hagsmunagæsla framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrir hönd tryggingafélaganna.
Tryggingar Neytendur Samkeppnismál Bílar Sjóvá Tengdar fréttir Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47
FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00