Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 14:04 Þetta var í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt. Markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Eggert Jóhannesson Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu. Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira