Kirkjujarðasamkomulagið - Sannarlega óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 9. nóvember 2021 09:30 Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun