Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 10:30 ASÍ skilgreinir ÍFF sem „gult stéttarfélag“ með beina tengingu við atvinnurekandann. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hafa neitað Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF) um inngöngu í sambandið á nýjan leik. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að það sé vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play. Í tilkynningunni segir að íslensku stéttarfélögin sem eigi aðild að Norræna flutningasambandinu hafi lagst gegn því að aðild ÍFF að sambandinu yrði endurnýjuð. Vegna þess að ÍFF hafi gert kjarasamning án aðkomu flugfreyja og flugþjóna sem samningnum hafi verið ætlað að taka til. Íslensku stéttarfélögin sem eru í NTF eru Flugfreyjufélag Íslands, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugvirkjafélag Íslands og Sjómannafélag Íslands. ÍFF var í NTF á árunum 2017 til 2019 en aðildin var dregin til baka eftir gjaldþrot WOW air. Aftur var sótt um inngöngu í sumar en henni hefur nú verið hafnað og vísar NTF í 8. gr. laga sambandsins um inngöngu. Í þeirri grein segir að innganga í sambandið sé skilyrðin því að umsækjendafélag hafi skriflega lýst því yfir að farið verði að lögum NTF og formlegum samþykktum þess. Þá segir í tilkynningu ASÍ að Norræna flutningasambandið hvetji Íslenska flugstéttafélagið til að gera bragarbót á núgildandi kjarasamningi við flugliða hjá Play hið fyrsta. ASÍ og Play hafa átt í deilum á undanförnum mánuðum vegna kjaramála flugfreyja og flugþjóna. ASÍ hefur haldið því fram að kjör þessa starfsfólk séu of lág og hafa forsvarsmenn ASÍ jafnvel hvatt Íslendinga til að sniðganga Play. ASÍ skilgreinir ÍFF sem „gult stéttarfélag“ með beina tengingu við atvinnurekandann. ÍFF hefur mótmælt ásökunum ASÍ harðlega. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er enginn leikur fyrir launafólk Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. 1. október 2021 12:31 Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. 26. júní 2021 12:23 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Sjá meira
Í tilkynningunni segir að íslensku stéttarfélögin sem eigi aðild að Norræna flutningasambandinu hafi lagst gegn því að aðild ÍFF að sambandinu yrði endurnýjuð. Vegna þess að ÍFF hafi gert kjarasamning án aðkomu flugfreyja og flugþjóna sem samningnum hafi verið ætlað að taka til. Íslensku stéttarfélögin sem eru í NTF eru Flugfreyjufélag Íslands, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugvirkjafélag Íslands og Sjómannafélag Íslands. ÍFF var í NTF á árunum 2017 til 2019 en aðildin var dregin til baka eftir gjaldþrot WOW air. Aftur var sótt um inngöngu í sumar en henni hefur nú verið hafnað og vísar NTF í 8. gr. laga sambandsins um inngöngu. Í þeirri grein segir að innganga í sambandið sé skilyrðin því að umsækjendafélag hafi skriflega lýst því yfir að farið verði að lögum NTF og formlegum samþykktum þess. Þá segir í tilkynningu ASÍ að Norræna flutningasambandið hvetji Íslenska flugstéttafélagið til að gera bragarbót á núgildandi kjarasamningi við flugliða hjá Play hið fyrsta. ASÍ og Play hafa átt í deilum á undanförnum mánuðum vegna kjaramála flugfreyja og flugþjóna. ASÍ hefur haldið því fram að kjör þessa starfsfólk séu of lág og hafa forsvarsmenn ASÍ jafnvel hvatt Íslendinga til að sniðganga Play. ASÍ skilgreinir ÍFF sem „gult stéttarfélag“ með beina tengingu við atvinnurekandann. ÍFF hefur mótmælt ásökunum ASÍ harðlega.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er enginn leikur fyrir launafólk Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. 1. október 2021 12:31 Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. 26. júní 2021 12:23 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Sjá meira
Play er enginn leikur fyrir launafólk Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. 1. október 2021 12:31
Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. 26. júní 2021 12:23