Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 09:21 Hveiti hefur hækkað um nærri 40 prósent á tólf mánuðum. Getty/Erik Isakson Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári. Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári.
Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira